Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 177
IÐUNN
Orðið er laust.
171
bókmentum? Ætla þeir að lyfta þjóðinni upp í hæðir hrein-
leikans með svona löguðum ,,3Íðferðis“-kúnstum?
Hr. Smára er það velkomið mín vegna að gerast stað-
gengill Jakobs sáluga Israels í því, að glíma við guðinn Je-
hóva, ef honum finst hann líklegastur til að blessa slík ,,sál-
fræðileg fyrirbrigði“. En Jakob eldri fór svo klóklega að
því að blekkja hinn blinda föður sinn, að eg er hálfhrædd-
rr um, að þeim gamla Jehóva finnist Jakob yngri engrar
blessunar verður fyrir svona augljósar og viðvaningslegar
t:lraunir. En þetta getur lagast með æfingunni, — bara að
sleppa ekki guðinum, fyr en hann er búinn að kenna brögð,
sem duga.
í samanburði við þau tvö atriði í dómi hr. Smára, sem
nú hefir verið bent á, er bað atriðið auðvitað smávægilegt,
þar sem hann lætur mig segja, að „verkalýðurinn sé kom-
inn af eintómum þrælum, kotungum, flökkurum og bein-
ingamönnum“.
Vitanlega er ekki kvæðinu „Vér öreigar" ætlað að vera
nein ættfræðiskýrsla, — það eru hin stéttarlegu tengsl ör-
eiganna í gegnum aldir og kynslóðir, sem þar er verið að
túlka, en það er nú varla von, að gamall sósíalisti geti skil-
ið það. Hitt kynni hann máske að skilja, að ambáttin Mel-
korka var konungsdóttir, útlaginn Gísli Súrsson var sonar-
sonur hersis, og — svo einhverjir Jehóva-menn séu nefnd-
ir — biskupinn Guðmundur góði var sjálfur bæði beininga-
tnaður og flakkari, en biskupinn Jón Arason hins vegar son-
ur kotungs, sem svo aftur var kynborinn í ættir fram, eins
og borgaraleg sagnritun orðar það. Eru þessi alkunnu dæmi
tekin af handahófi, ef þau kynnu að geta grætt eitthvað hið
særða ættarstolt prestssonarins frá Kvennabrekku.
Um lcvæðið „Villidýr" er það að segja, að frá minni
hálfu er því elclci beint gegn Davíð skáldi Stefánssyni, held-
ur er það ort til að lofa „heiiögum bróður Benjamín“ að
heyra, hvern veg eg hræri „hörpu Davíðs“, þegar bezt læt-
ur, en hann hafði haldið því fram í ritdómi, að eg bergmál-
aði Davíð mjög í fyrri kvæðabókum mínum. Efni kvæðisins
er hins vegar storkun hinnar vanþakklátu hnefaréttarstefnu
gegn þeim andlegu botnleysingjum, sem si og æ eru að
kaupa henni frið með sínu „hlutlausa" hjali og himnesku