Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 178
172
Orðið er laust.
IÐUNN
bollaleggingum. En formsins vegna munu margir misskilja
þetta kvæði, og sú athugasemd hr. Smára því réttmæt, að
vissulega hefir Davíð skáld til engrar sakar né ófrægingar
unnið af minni hendi.
Hér skal þá ekki fleira tekið fyrir úr þessum Eimreiðar-
dómi, því línur þessar eru til þess eins ritaðar að mótmæla
meðferð hr. Smára á efni kvæða minna, en engan veginn
til þess að hnekkja mati hans á listgildi þeirra.
Eg verð hreinlega að játa, að eg á bágt með að rskilja
þennan gamla og góða sósíalista sem „sálfræðilegt fyrir-
brigði“. — Nýlega tekur hann að „iðka guðrækni" nína í
nazistamálgagni einu hér í bænum, og stendur bá á öndinni
af aðdáun yfir „hreinlegum rithætti“ þeirrar hugarstefnu,
sem nú undanfarið hefir verið að rita ,,siðfræði“ nína s'.
spjöld mannkynssögunnar upp úr gaseitruðu blóði saklausra
svertingja suður í Afríku. En hvað gei’ir það til, hvað und-
ir býr, ef það sem út snýr er nógu ,,imiterað“ þá stundina
— og lestrarmerkin á sínum rétta stað.
Samtímis verður þessi sami maður viti sinu fjær af
hneykslun, ef sá boðskapur, sem hann sjálfur hefir bózt
fylgja, er boðaður án allrar feimni við „svefnherbergislykt-
ina“ af værukærri sál hins stéttvilta smáborgara. Þá gselir
hann ekki við punkta og kommur, heldur umturnar sam-
hengi og hugtökum. Þá sér hann ekkert annað en heift, hat-
ur, ofstæki, hráa pólitík og rætinn blaðagreinastíl!
En þannig mun fara hverjum beim, sem kýs heldur að
glíma við Jehóva en vandamál mannfélagsins. Hann mun
þá berjast gegn sjálfum sér og skynsemi sinni, bar til hin-
um úrelta guði hefir tekist að gera hann að svikara, ef ekki
við frumburðar-, þá við frumburftarrétt bræðranna.
Jóhannes úr Kötlum.
„Með strandmenn til Reykjavíkur“.
Athugasemd. Það er grein í Iðunni 18. árg. 1934, sem
heitir „Með strandmenn til Reykjavíkur“, eftir Þórberg
Þórðarson, og er eg, ásamt fleirum, talinn heimildarmaður
að henni. Grein þessi er ekki rétt í nokkrum atriðum, og
langar mig því að biðja Iðunni fyrir fáeinar athugasemdir: