Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 179
IÐUNN
Orðið er laust.
173
Togarinn, sem um ræðir, strandaði á Breiðamerkurfjöru.
S'kipstjórinn og stýrimaðurinn voru feðgar.
Ekki eru nema fjórar jökulár milli Kvískerja og Hnappa-
valla; hitt eru bara lækir.
Við gistum allir á Þorvaldseyri með alla hestana. Dag-
inn eftir var haldið að Hemlu í Landeyjum, og gistu tar
allir nema við Gísli, sem gistum í Vossabæ. Ætlaðist eg
ekki til, að svona mikið yrði haft við þá gistingu, að prenta
frásögn um hana, því hún var ekkert frábrugðin bví, sem
eg hefi vanist á sveitabæjum, þar sem húsbændur vilja taka
vel á móti gestum, nema hvað húsakynni voru óvenjulega
þröng, og þar af kom betta óvenjulega rúmstæði. En það,
sem sagt er um húsfreyjuna sérstaklega, er ekki rétt, og
sízt að hún hafi verið „óðamála". Hún átti það ekki skilið
af mér, fyrir góðan beina þá og síðar, þegar eg var bar á
"erð, að skrifaðar væru um hana niðrandi slúðursögur eft-
ir mér.
Þegar slysið vildi til á Kúðafljóti, voru allir Öræfing-
arnir komnir langt austur á fljótið, að Ara undanteknum,
cg var enginn karlmaður á vestri fljótsbakkanum nema
hann. — Hestur með reiðtygjum var skilinn eftir handa
mér á Feðgum.
Að öðru leyti er greinin sannleikanum samkvæm, að nvo
miklu leyti sem eg veit bezt. Eg vil aðeins bæta því við, að
okkur var alls staðar mjög vel tekið, næturgreiðar ódýrir
og sums staðar gefnir.
Kvískerjum, 12. janúar 1936.
Djörn Pálsson.
Athugcisemd við athugcisemd. Ritstjóri Iðunnar hefir sýnt
mér ofanritaða athugasemd herra Björns Pálssonar.
Við henni hefi eg að eins þetta að segja.
Það er óefað rétt, að skipið hefir strandað á Breiða-
merkurfjöru, en þrátt fyrir það á sama stað fyrir Breiða-
merkursandi og eg hefi skýrt frá.
Eg hafði sagt, að milli Kvískerja og Hnappavalla væru
sjö ár. Fór eg þar eftir korti landmælingamannanna. En
vel má vera, að Öræfingar, sem eru vanir stórum vatnsföll-
um, kalli sumar þeirra læki.