Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 180
174
Orðið er laust.
IÐUNN
Gistingu í Hemlu nefndu heimildarmenn mínir ekki.
Um þann þátt gistingarinnar í Vorsabæ, sem athuga-
semd Björns Pálssonar lýtur að, þykist eg gera hreinast
fyrir mínum dyrum með því að birta hér frásögn sögu-
mannsins (sem var Björn Pálsson sjálfur) eins og eg skrif-
aði hana á minnisblöð mín um leið og hann sagði mér frá
og áður en eg „færði hana í stílinn“:
„Kerlingin sagði okkur ósköpin öll af slúðursögum um
nágranna sína. Óð mjög á henni. Kvaðst hún t. d. hafa gef-
ið nábúakonu sinni heila skán undir pottinn, þegar þar var
baðað“.
Björn vék ekki að því einu orði við mig, að þetta mættí
ekki birta á prenti. Hins vegar vil eg gjaiman biðja afsök-
unar á því, ef eg hefi óviljandi orðið til þess að misbjóía
kurteisiskend Björns Pálssonar.
Eg skildi svo frásögn heimildarmanna minna, að fleiri
þeirra Öræfinganna en Ari einn hafi verið á vesturbakka
Kúðafljóts, þegar „slysið vildi til“. En annars skiftir þetta
ekki miklu máli.
Þakka eg svo Birni athugasemd hans, því að lífsregla
mín hefir altaf verið sú, að hafa það, er sannast reynist.
____________ Þ. Þ.
Sigga litla hefir vanrækt skólann í heila viku, og þega-
hún loksins kemur, er hún með mitSa frá móður sinni, þar
sem burtvera hennar er afsökuð meí því, a'S móSirin hafi
legiS á sæng og þurft telpunnar meS heima.
--- Hvernig getur staðið á þessu? spyr kenslukonan.------
Eg hélt að hann faðir þinn væri farmaSur og hefði ekki
komio heim í tvö ár.
— ÞaS er líka rétt, fröken! svarar Sigga. — En hann
hefir skrifaS.
Jakob er ástfanginn af Önnu og er að tala um þa'S viS
vin sinn:
— Ef hún segir nei, þá mun eg aldrei elska ncina kon i
aSra.
--- En ef hún segir já? spurSi vinurinn.