Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 185
IÐUNN
Bækur.
179
ar að rekja til ásta- og kvennalofs-skáldskaparins í Frakk-
landi á 11.—12. öld (trúbadúr-skáldskapur), er síðar breidd-
ist um öll lönd, þar á meðal Þýzkaland, en þaðan hyggur
höfundurinn, að tízkan hafi borist með Hansakaupmönnum á
13.—15. öld yfir Noreg (Björgvin) til íslands.
Mansöngur er fyrst og fremst ástarljóð, en fleira gat þó
komið til orða, einkum er á leið, en kvennalofið eitt. Gefa
skáldin oft ýmsar upplýsingar um sjálfa sig, rausa út af tíð-
arandanum, skrafa um skáldskap, sinn og annara, eða falla í
uppbyggilegar umþenkingar um efni rímnanna.
Hér mætti enn þá rita langt mál um meðferð höfundar ú
hinum einstöku rímnaflokkum, en, eins og áður er á vikið,
skal því alveg slept hér. Þess má aðeins geta, að höfundur
flokkar rímurnar eftir aldri í fimm eða sex flokka og fer þar
eftir einkennum rímna, sem vitað er um aldur beirra og
höfunda.
Það er varla við því að búast, að alþýða manna hlaupi til
að kaupa þetta rit, þótt merkilegt sé. Vera kynni, að kvæða-
menn hefðu gaman af að kynna sér upptök rímnaháttanna,
og fara þeir þá ekki í geitarhús að leita ullar hér. Fyrir fræði-
menn og bókasöfn er bókin ómissandi.
Stefán Einarsson.
Halldór Hermannsson: The Sagas of Ice-
I a n d e r s (fslendinga sögur). A Supplement to
Bibliography of the Icelandic S'agas and Minor
tales. Ithaca, Cornell University Press, 1935.
Bls. VIII + 113. (= Islandica, Vol. XXIV).
Árið 1908 birti Halldór Hermannsson skrá yfir bækur og
ritgerðir um íslendinga sögur og hóf með því ritsafnið Is-
landica, er hann hefir gefið út síðan nú í nærfelt fjórðung
aldar. Síðan hafa bækur og ritgerðir um íslendingasögur
margfaldast, og munu útgefendur íslenzkra fornrita hafa
sannað, að erfitt var að komast yfir allan þann grúa, eink-
um ritgerðirnar og ritdómana, sem tvístrað er um alla ver-
öld í lærðum tímaritum og öðrum safnritum. Það er því þakk-
látt verk, sem prófessor Halldór hefir unnið með því að færa
saman þetta mikla efni, og þungum steini velt úr götu þeirra,
er fást við sögurnar.
12*