Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 186
180
Bækur.
IÐUNN
Skránni er skift í fjóra kafla. Eru í fyrsta kafla talin
safns-rit, fyrst útgáfur, síðan þýðingar. Er gaman að sjá, að
slík þýðingasöfn er eigi aðeins að finna í grannlöndum vor-
um, heldur einnig í Finnlandi, Rússlandi og Póllandi. í öðrum
kafla eru sögurnar taldar og öll rit um hverja sögu fyrir sig.
í þriðja kafla eru talin rit um bókmentir, sögu og menning-
arsögu sagnanna. Loks er í viðbæti getið nokkurra nútíðar-
skáldrita, sem bygð eru á íslendingasögum; þar saknaði eg
leikrits Gunnars Gunnarssonar um Bandamannasögu: Ræve-
pehene (Kbhavn 1930).
Annars er nafn höfundarins næg trygging fyrir ágæti bók-
arinnar. Stefán Einarsson.
íslenzk fornrit. IV. bindi. Eirbyggja saga.
Grænlendinga sögur. Iiið íslenzka Fornritafélag.
Reykjavík, MCMXXXV.
Þetta bindi hefir inni að halda Eirbyggja sögu og Brands
þátt örva í útgáfu Einars Ól. Sveinssonar og auk þess Eiríks
sögu rauða, Grænlendinga sögu og Grænlendinga þátt í út-
gáfu Matthíasar Þórðarsonar. Útgefendur rita langan for-
mála að sögunum, til samans yfir 90 blaðsíður, og þar að auki
fjölda neðanmáls-skýringa við textann. Þá eru handritaskrár
og í lok bindisins ættaskrár, nafnaskrár og athugasemdir.
Auk þessa eru í bókinni nokkrar myndir og kort yfir sögu-
svæðin, þ. e. Snæfellsnes og bygðir íslendinga á Grænlandi.
Alls er bindið yfir 400 bls. í stóru átta blaða broti.
Eg ætla mér alls ekki þ'á dul að fara að skrifa ritdóm um
þessa bók. Svo var til ætlast, að annar maður, sem til bess
hefir betri skilyrði, gæti hennar í Iðunni. En þar sem hann
hefir brugðist, vil eg í tilefni af útkomu bókarinnar minna
lesendur Iðunnar með nokkrum orðum á þessa stórmerkilegu
útgáfu Fornritafélagsins.
Það mun vera í ráði að gefa út að minsta kosti 35 bindi
alls af íslenzkum fornritum. I fyrstu 14 bindunum verða Is-
lendingasögurnar allar, auk fjölda þátta. Þá lcemur Sturlunga
saga í þrem bindum, þá Biskupa sögur, með ýmsum þáttum
og annálum, sömuleiðis í þrem bindum. Þar á eftir koma
Eddurnar, Fornaldar sögur, Heimskringla Snorra og aðrar
sögur Noregskonunga, Dana sögur, Riddara sögur og æfin-