Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 187
IÐUNN
Bækur.
181
týri, vísindarit og þýðingar og loks kveðskapur, sem varð-
veizt hefir án sambands við sundurlaust mál — bæði fornar
drápur og kristin kvæði,, svo sem Sólai'ljóð, Líknarbraut,
Harmsól, Lilja o. fl. Mega allir sjá af þessari upptalningu,
að hér er um mjög ríkt og merkilegt ritsafn að ræða.
Af safninu eru þegar komin þrjú bindi, og hefir hinna
tveggja (Egils sögu og Laxdælu í útgáfum þeirra Sigurðar
Nordal og Einars Ól. Sveinssonar) áður verið getið í Iðunni.
Útgáfan er í alla staði hin prýðilegasta, prentun og pappír í
bezta lagi og bækurnar svo stórmyndarlegar útlits, að það
er öllum, er að þeim hafa unnið, til sóma. Formálar útgef-
enda, sem raunar eru meðalbækur, hver fyrir sig, og víð-
tækari miklu en maður gjarna hugsar sér formála, eru ekki
einungis stórfróðlegir og nytsamir til skýringar á sögunum,
heldur einnig — að minsta kosti á köflum — skrifaðir af
andríki og snild, svo að engu minni nautn er að lesa þá en
sögurnar sjálfar.
Þeir, sem að verki þessu standa, munu hafa sett sér það
markmið, að gefa þjóðinni kost á heildarútgáfu af fornrit-
unum — útgáfu, sem væri hvort tveggja í senn: vísindaleg
útgáfa, er fullnægði kröfum nútímans, en væri jafnframt að-
gengileg fyrir alþýðu manna. Eftir því að dæma, sem út er
komið, verður sennilega ekki um það deilt, að tekist hafi að
ná þessu tvöfalda markmiði. Og þó er einn galli á gjöf Njarð-
ar, sem hætt er við að verði því til hindrunar, að síðara at-
riðinu, því, er að alþýðunni snýr, verði fullnægt, nema að
nafninu. Það er verðið á bókunum. Full ástæða er til að
óttast, að það fæli alþýðuna fi'á þessari annars svo ágætu og
þörfu útgáfu og hindri það, að hún verði almennings eign.
Ef til vill er verðið í sjálfu sér ekki of hátt, því jafn-vönduð
útgáfa sem þessi hlýtur að vera dýr. En reyni maður að setja
sig í spor kotbóndans í fásinni sveitarinnar eða fátæka manns-
ins á gróðurlausri mölinni, sem báðir óska þess innilega að
hljóta þetta hnoss, en sjá enga leið til að veita sér það sök-
um f járskorts, þá finst manni sú tilhugsun hörmuleg. Við vit-
um, að fornritin eiga djúp og rík ítök einmitt í hugum alþýð-
unnar í landinu, einkanlega með hinni fulltíða kynslóð. Og
það er einhvern veginn komið inn í meðvitund bjóðarinnar,
að Islendingasögurnar að minsta kosti séu og eigi að vera