Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 190
184
Bækur.
IÐUNN
andi straumþunga að einum ósi. Það eru örlög einyrkjans,
sem hún sýnir. Þau hníga öll til dýpsta harms. Einyrkinn nær
aldrei takmarki sínu, hann hefir aldrei átt manneskjulega til-
veru, núverandi þjóðskipulag dæmir búskaparháttu hans til
dauða, leið hans liggur úr einum næturstað í annan verri.
Þennan harmsögulega sannleik flytur Sjálfstætt fólk. Hann
er uppistaðan i allri byggingu sögunnar. Henni er skift í
fjóra kafla, Landnám, Skuldlaust bú, Erfiða tíma, Veltiár og
einn lokaþátt. Hver kafli hefir harmsögulegan endi, tengdan
nýjum og nýjum tímamótum í lífi bóndans. Fyrsti kafli end-
ar þar, sem hann missir fyrri konu sína, annar kafli
með nýjum konumissi, þriðji kafli er Bjartur rekur frá
sér Astu Sóllilju, „lifsblómið sitt“, fjórði kafli er hann
verður að flýja af jörð sinni, er hann hafði varið öllu
lífsþreki sínu og fórnað hamingju fólks síns til að eign-
ast, og loks koma sögulok, hinn tragiski flutningur yfir á
eyðikotið lengra inn í heiðinni. Það er stígandi með hverj-
um kafla, þéttar og þéttar herðist að lífsmöguleikum einyi'kj-
ans. Tragik hans væri óbærileg, ef lífið mildaði hana ekki
með smáum gjöfum. Þessi mildi, til að gera örlögin þó a. m.
k. bærileg, svo menn gefist ekki upp við að lifa, veitist jafn-
vel einyrkjanum. Lesendur veiti því eftirtekt, hvernig harm-
ur Bjarts eftir burtrekstur Astu Sóllilju er ofurlítið græddur
með hlýrri þakklátsemi tvílembunnar. Hins vegar finnur
Ásta Sóllilja, meðan augnablikin eru allra sárust, fróun í
sinni eigin ímyndun. Hin ósegjanlega harmþrungnu sögulok
eru milduð með þvi, að Bjartur endurheimtir ,,lífsblómið“
sitt. Innan hvers kafla búa aridstæður, málbrigði hörku og
viðkvæmni, vonbrigða og óska. Hin sterkustu tragisku átök
skapast í baráttu Bjarts við hin ytri öfl, náttúruna,þjóðfélags-
öflin, þessi sterku völd, sem eru einyrkjanum ofviða, hvern-
ig sem hann berst áfram, og þó hann stæli líf sitt krafti hug-
sjónarinnar. En sem mælikvarði á tragik þessarar baráttu er
mannúðin sett. Hugsjón bóndans, að verða sjálfstæður, frjáls
maður á jörð sinni, speglast jafnharðan í ljósi þeirra fórna,
sem mannúðin gagnvart konum og börnum býður við það.
Tragik Bjarts út á við birtist í fullkomnum vanmætti hans
gagnvart kúgurum sínum og inn á við í afsali hans við að
veita þeim nokkra hamingju, sem hann þó dýpst í hjarta sínu