Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 190

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 190
184 Bækur. IÐUNN andi straumþunga að einum ósi. Það eru örlög einyrkjans, sem hún sýnir. Þau hníga öll til dýpsta harms. Einyrkinn nær aldrei takmarki sínu, hann hefir aldrei átt manneskjulega til- veru, núverandi þjóðskipulag dæmir búskaparháttu hans til dauða, leið hans liggur úr einum næturstað í annan verri. Þennan harmsögulega sannleik flytur Sjálfstætt fólk. Hann er uppistaðan i allri byggingu sögunnar. Henni er skift í fjóra kafla, Landnám, Skuldlaust bú, Erfiða tíma, Veltiár og einn lokaþátt. Hver kafli hefir harmsögulegan endi, tengdan nýjum og nýjum tímamótum í lífi bóndans. Fyrsti kafli end- ar þar, sem hann missir fyrri konu sína, annar kafli með nýjum konumissi, þriðji kafli er Bjartur rekur frá sér Astu Sóllilju, „lifsblómið sitt“, fjórði kafli er hann verður að flýja af jörð sinni, er hann hafði varið öllu lífsþreki sínu og fórnað hamingju fólks síns til að eign- ast, og loks koma sögulok, hinn tragiski flutningur yfir á eyðikotið lengra inn í heiðinni. Það er stígandi með hverj- um kafla, þéttar og þéttar herðist að lífsmöguleikum einyi'kj- ans. Tragik hans væri óbærileg, ef lífið mildaði hana ekki með smáum gjöfum. Þessi mildi, til að gera örlögin þó a. m. k. bærileg, svo menn gefist ekki upp við að lifa, veitist jafn- vel einyrkjanum. Lesendur veiti því eftirtekt, hvernig harm- ur Bjarts eftir burtrekstur Astu Sóllilju er ofurlítið græddur með hlýrri þakklátsemi tvílembunnar. Hins vegar finnur Ásta Sóllilja, meðan augnablikin eru allra sárust, fróun í sinni eigin ímyndun. Hin ósegjanlega harmþrungnu sögulok eru milduð með þvi, að Bjartur endurheimtir ,,lífsblómið“ sitt. Innan hvers kafla búa aridstæður, málbrigði hörku og viðkvæmni, vonbrigða og óska. Hin sterkustu tragisku átök skapast í baráttu Bjarts við hin ytri öfl, náttúruna,þjóðfélags- öflin, þessi sterku völd, sem eru einyrkjanum ofviða, hvern- ig sem hann berst áfram, og þó hann stæli líf sitt krafti hug- sjónarinnar. En sem mælikvarði á tragik þessarar baráttu er mannúðin sett. Hugsjón bóndans, að verða sjálfstæður, frjáls maður á jörð sinni, speglast jafnharðan í ljósi þeirra fórna, sem mannúðin gagnvart konum og börnum býður við það. Tragik Bjarts út á við birtist í fullkomnum vanmætti hans gagnvart kúgurum sínum og inn á við í afsali hans við að veita þeim nokkra hamingju, sem hann þó dýpst í hjarta sínu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.