Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 192
186
Bækur.
IÐUNN
vitnar, að það eru slíkar persónur með almennu gildi, sem
lengst lifa og mest áhrif hafa. Við þurfum ekki annað en
minnast t. d. persónanna úr Njálu: Gunnars, Njáls, Bergþóru,
Marðar, til að sannfærast um þetta. Faust, Brandur, Pétur
Gautur, alt eru það typur, er ekki eiga sér sannari fyrir-
myndir í lífinu en Bjartur. Maxim Gorki, eitt mesta skáldið,
sem nú er uppi, segir: „Listamaðurinn verður að eiga hæfi-
leika til að geta sett fram hið almenna í mynd einstaklings,
dregið saman í eina persónu sérkennilegUstu stéttareinkenni
kaupmanna, embættismanna, verkamanna, venjur þeirra, til-
hneigingar, óskir, hugmyndir, málfar o. s. frv. Með því skap-
ar hann typur — og það er listin“.
í persónu Bjarts í Sumarhúsum, eins og hann er hugsaður
í Sjálfstæðu fólki, verður að koma fram kraftur og afrek
heillar stéttar. Þó margur einstaklingur hafi bilað, hefir ein-
yrkjastéttin, "þegar litið er yfir sögu hennar, lagt fram ósegj-
anlega orku. Tækjalaus og varnarlaus hefir hún háð baráttu
sína við harðlynda náttúru og miskunnarlaus þjóðfélagsöfl.
Einyrkinn hefir ekki haft öðru fram að tefla en karlmensku
sinni. Ótrúlega hluti hefir hann afrekað. Slíkt verður ekki
túlkað nema í líkingu eða skáldlegri innsýn. Hér er það, sem
komist verður nær sannleikanum með skáldskap en vísindum.
Áhrifamagni viðburðanna, sannleika þeirra, verður ekki náð
með upptalningu staðreynda. Það er grundvallaratriði fyrir
hvern lesanda að skilja, sem njóta vill Sjálfstæðs fólks. Með
hinum ósennilegustu viðburðum i lífi Bjarts er höfundurinn
ekki að firrast sannleikann, heldur þvert á móti að ná áhrifa-
magni hans og krafti með skáldlegum íburði, þar sem venju-
leg lýsing hrekkur ekki til. Þetta heimtar af lesandanum, að
hann eigi snefil af ímyndunargáfu, konni eitthvað að skynja
í mynd og líkingu.
Með hinum skáldlega íburði í líf Bjarts fær höfundurinn
fram þau átök, þá tragik, í söguna, sem ein eru fær um að
gefa hugmynd um þá baráttu, sem íslenzki bóndinn hefir
orðið að heyja. Sú barátta er í senn ævintýraleg og dæmonisk
og fer oft fram á takmörkum hins skynjanlega. Það eru svift-
ingar í Sjálfstæðu fólki, sem að hrikaleik minna á fangbrögð
Gláms og Grettis, að dramatiskum krafti á Brand eftir Ibsen,
að hetjuskap á ævintýralegustu þætti íslenzkra sagna um