Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 193
IÐUNN
Bækur.
187
barning á öræfum í stórhríðum og gaddi, að heift á viður-
eign við grimm yfirvöld allra alda og nú síðast ófyrirleitna
pólitíska loddara.
En ekki í persónu Bjarts einni, heldur lífi alls fólksins í
Sumarhúsum, er það, sem saga einyrkjastéttarinnar kristall-
ast í margvíslegum myndum. Ásta Sóllilja, sterkasta and-
stæða Bjarts, er ímynd hins umkomulausa, fórnfúsa lífs, sem
á alla sína sigra og ósigra í ástinni. Þar hefir H. K. Laxness
skapað persónu af heitastri samlíðan og mestri auðlegð hjart-
ans. Hún er jafn-eilíf í sögu þjóðarinnar og Bjartur. Eins er
um hverja persónu, sem höfundurinn leggur fulla rækt við.
Eg minni aðeins á Hallberu gömlu. Það væri sérstakt verk-
efni að gera grein fyrir þessum persónum. Þær eru, hver fyr-
ir sig, sem einn tónn i samhljóm sögunnar, einn þáttur úr
lífi þjóðarinnar. Hver þeirra hefir lifað atburði aldanna á
sinn hátt, greypt þá í sína mynd, æsku eða elli, karlmensku
eða viðkvæmni, ást eða vizku. Allar í heild, með andstæðum
sínum og fjölbreytni, gefa þær mynd af lífi og baráttu ein-
yrlcjastéttarinnar og íslenzku þjóðarinnar alment. Þar spegl-
ast öll lífsbarátta hennar, reynsla hennar og trú, sagnir og
hugmyndir. Það er samkveiking, synthesa, alls hins dýpsta í
íslenzku þjóðlífi í eina mynd, sem gerir Sjálfstætt fólk að
því listaverki sem það er, og skipar sögunni sess meðal hinna
beztu verka í heimsbókmentunum. Shakespeare, Goethe, Bal-
zac, Dante, Tolstoj, Gorki skara þess vegna fram úr meðal
skálda heimsins, að þeirra verk eru list hinnar sögulegu
syntliesu. Þeir gripa yfir alla dýpstu reynslu sinnar aldar, öll
svið hennar, skynja það alt í sögulegu samhengi og tendra
það í eina heild. Þannig grípur H. K. Laxness um öll svið
islenzks þjóðlífs og íslenzkrar sögu, lýsir þau upp með heims-
borgaralegum skilningi og beygir alt hið yfirgripsmikla efni
undir einn vilja i þjónustu öreiganna.
Frá Sumarhúsum er útsýn um alla heima, aftur í forneskju,
inn í álfabygðir, í augu þjóðsögunnar. Þangað berast bylgj-
ur, jafnvel frá hinni fjarlægustu strönd. Svona mitt í heimin-
um er kot hins einangraðasta bónda, lýst upp af skilningi
skáldsins. Sumarhús eru heimur lífsbaráttunnar, en þau eru
einnig heimur ástarinnar, með hennar eigin vegi, krókótta
stigu í myrkum skógi, sem enginn ratar. í Sumarhúsum, hinu