Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 194
188
Bækur.
IÐUNN
einangraðasta býli, vakir brennandi þrá út í hinn ókunna
heim — svo sterk, að hún býr sér vængi til að fljúga á
(Nonni). Þar vaxa menn inn í hina dularfullu náttúru, íil
uppruna síns í djúpi hennar (Helgi). I þessum þrönga heimi
eru óendanlegar fjarlægðir, þar blæða hjörtun í ást hvort við
annars barm með óbrúanlegu voðadjúpi á milli. Fult af svona
óræðum hlutum er Sjálfstætt fólk, öllu hinu óviðráðanlega í
lífi manna, a. m. k. meðan það er jafn-háð frumöflum nátt-
úrunnar, jafn-skilningssljótt á sín eigin rök. Líf einyrkjans,
mannsins á frumstigi, er svona óaðgreint frá náttúrunni og
þeim öflum, sem hann ekki ræður við né skilur. í lífi hans er
eilífur draugagangur, forneskjuháttur, álög. Til þessa bendir
hin þjóðsagnalega umgerð sögunnar. Örlög einyrkjans geta
ekki talist einleikin. Það er óskiljanlegt, með alt hans þrek,
allar þær fórnir, sem hann færir, að honum skuli ekkert
heppnast, að bær hans skuli brotna niður ættlið eftir ættlið.
Það verður ekki skýrt með eðlilegum hætti, þar eru forynjur
að verki. En þegar blekkingarnar falla, þegar félagslegur
skilningur vex, þá uppgötvar einyrkinn, og þjóðin, að foi’-
ynjurnar og draugarnir voru ímyndun hins kúgaða, er ekki
þekti kúgara sína og gaf þeim röng nöfn. Og einn dag tekur
forynjan, sem öld fram af öld braut bæ einyrkjans, á sig
veraldlega mynd auðvaldsins. Smátt og smátt dagar af skýr-
ari vitund í lífi hans, hann sér, að hann byggir tilveru sina á
sökkvandi flaki, er hann verður að bjai'ga sér af, ef hann á
ekki að týna lífi sínu. Nýtt félagsform, nýr grundvöllur verð-
ur að rísa undir tilveru hans.
Það er alt þetta líf sögunnar, sem kveikt er saman í eina
heild, er við þurfum að skyggnast inn í til þess að njóta henn-
ar. Það eru ekki hinir einstöku kaflar, eða mál þeirra, heldur
samkveiking þeirra og andstæðumyndir, skuggar og skin sög-
unnar, öll blæbrigði hennar og litasamsetning, sem er mest
um vert að athuga. Þegar við skynjum þetta, ekki hvert at-
riði fyrir sig, heldur i lífrænni heild, þá fyrst vitum við,
hvað sagan er.
En einmitt þessi kristöllun hennar á heiðarbýlinu og hin
harmsögulega bygging hennar felur líka í sér takmörkun.
Við söknum þess að sjá ekki víðar um sveitina, fá varla að
koma af kotinu út alla söguna. Það hefði varla þurft að spilla