Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 195
IÐUNN
Bækur.
189
heildarmyrid hennar, heldur orðið til að dýpka hana. íburð-
urinn í persónu Bjarts dregur líka óneitanlega frá öðrum
bændum í sögunni. Þeir verða of karikeraðir, of miklar skop-
myndir, þrátt fyrir sterka mannúðlega drætti. Höfundurinn
dregur þessar myndir fram, annars vegar til að sýna fátækt
lífsins, en bygging sögunnar mun einnig hafa ráðið þar
miklu um. Harmleikur Sumarhúsa var svo þungur, að það
urðu að koma inn þættir, sem léttara væri yfir. Bændurnir
koma inn í hvern kafla, eins og í leikriti hiá Shakespeare,
til að auka fjölbreytnina, draga úr þunga harmsins og al-
vörunnar með léttri gamansemi. En eg álít, að mynd sögunn-
ar hefði verið fyllri, ef þessir drættir hennar hefðu verið
dýpri, eða aðrir. Það leiðir ennfremur af afstöðu Bjarts
sem hins einangraða, blekta manns, að hann lifir ekki í
orðsins dýpstu merkingu breytingar tímanna, bær koma að
vísu fram við hann, skella á einyrkjanum, en hin pólitíska
saga fer fram utan hans. Barátta hans er ekki komin á það
stig, að hann sé farinn að hafa meðvituð áhrif á sögu sína.
Eg verð nú að láta hér staðar numið. Eg hefi aðeins get-
að tekið fá atriði viðvíkiandi þessu mikla listaverki. Eftir
er algerlega að sýna samband þess við höfundinn og timana,
sem við lifum á. En fyr lýkst það ekki upp fyrir mönnum í
alh-i sinni auðlegð. Þar tendrast fyrst alt í einni heild, við-
burðir, persónur, mál og stíll. Þá opnast fyrir mönnum
Sjálfstætt fólk eins og víður heimur, örlög, bjóð og saga,
lífið og vonir þess og heildarþróun lífsins, og sagan stefnir
með okkur fram í meiri birtu, eins og kæmum við innan úr
frumskógi og smám saman grysji til, rofi fyrir sólu með
mildri birtu, er spái bjartari degi, þegar komi „betri timar
fyrir okkur öll“. Kristinn E. Andrésson.
Þórbergur Þórðarson: Rauða hættan. út-
gefandi Sovétvinafélag íslands. Rvík, 1935.
Sumarið 1934 brá Þórbex’gur Þórðarson sér til Rússlandp
og dvaldist þar nokkrar vikur, sat rithöfundaþing í Moskva,
skoðaði sig dálítið um, spjallaði við menn, aðallega á Esper-
anto og notaði augu sín og eyru eftir föngum. Árangurinn er
þessi ferðasaga, sem líklega er sú skemtilegasta, sem skrifuð
hefir verið á íslenzku — það skyldi þá vei'a, að ferðasaga