Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 197
IÐUNN
Bækur.
191
alt of vel söguna. Það er svo undarlegt með það, að þegar
Rússland og rússneska hætti ber á góma, þá eru menn yfir-
leitt viðkvæmari og hótfyndnari en annars gerist og gengur.
Vinsamlegum ummælum eða hrósyrðum um þetta land og
þessa þjóð og skipulag hennar hættir til að fara fyrir brjóst-
ið á æðimörgum, jafnvel þótt ágætismenn séu að viti og
mannkostum, tali aldrei öðru vísi en vel um náungann og
hafi síður en svo á móti því, að öðrum sé hælt, hvort heldur
hólið gildir þá sjálfa og þeirra eigin þjóð eða einhverja
aðra. Þessir menn virðast halda, að það þurfi einhver alveg
sérstök skilyrði til að fá rétt kynni af Rússum og alt önnur
on þegar aðrar þjóðir eiga í hlut. Það er svo sem ekki öllum
hent að fara kynningarferðir til Rússlands, og sá maður,
sem ræðst í slíkt, þarf margt að varast, ef hann vill láta
taka sig trúanlegan. Hann má t. d. ekki hlíta leiðsögu inn-
fæddra manna á ferðalagi sínu og ekki leita fræðslu um
ástandið í viðtölum við þá. Til þess liggja eftirfarandi röki
I fyrsta lagi myndi sá innfæddi sýna honum að eins það
skársta, í öðru lagi má ganga að því vísu, að sá innfæddi sé
kommúnisti, en kommúnistar eru, eins og kunnugt er, lyg-
arar og lyginnar feður, og i þriðja lagi eru Rússar yfirleitt
allra manna sniðugastir í því að blekkja og villa sýn. Þá má
þessi aumingja ferðalangur i Rússlandi ekki heldur leita sér
fræðslu í opinberar hagskýrslur, því þær kunna að vera fals-
aðar. Sömuleiðis má hann varlega treysta sínum eigin aug-
'im, því orkuverin, verksmiðjurnar, skólarnir, hvíldarheim-
ilin eða hvað það nú kann að vera, sem við honum blasir,
or kannske bara máluð íjöld (sbr. leiktjöldin hans Potem-
hins heitins). Þá má hann ómögulega láta sér miklast í aug-
um framkvæmdirnar í ríki bolsanna, því það er ekki „móð-
*ns“ á vorum tímum að láta sér finnast til um merkilega
hluti. Og um fram alt má hann ekki verða hrifinn og láta
það í ljós — og sízt af öllu á prenti.
Því verður nú ekki neitað, að öll þessi boðorð brýtur Þór-
bergur í bók sinni. En hvort rétt er eða sanngjarnt að álasa
honum fyrir það, er annað mál. Þórbergur hefir, frá því
fyrsta að hann hóf að skrifa, refsað hinu kapítalistiska
skipulagi með skorpíónum og aldrei þreyzt á að lofa og veg-
sama sósíalismann. Trúin á sósíalismann hefir verið rauði