Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 198
192
Bækur.
IÐUNN
þráðurinn í ritmensku hans. Svo kemur hann til Rússlands
og litast um, leggur saman tvo og tvo og dregur sinar álykt-
anir. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þarna sé sósíal-
isminn að komast í framkvæmd, verða að veruleika. Hann
sér óskadraum sinn rætast, og sál hans endurfæðist — í
sjötta sinn. Er það svo undarlegt, að hann fagni endurfæð-
ingunni og vitni um hana hástöfum? Að minsta kosti get eg
ekki láð honum það.
Veður hann reyk? Er dómur hans um ágæti hins rússneska
skipulags yfirborðsdómur? Getur vel verið. Enginn er óskeik-
ull, og Þórbergi hefir náttúrlega elcki unnist timi til að
grandskoða alt Rússaveldi. En hann hefir þó verið þar, séð
og heyrt og andað að sér loftinu í hinum nýja heimi. Og
hann hefir fullan rétt til að spyrja á móti: Þið bágstöddu
bræður í Kristó, sem daglega andið að ykkur „eiturgas“-
stybbu rotnandi og hrynjandi skipulags og hafið ekkert
heyrt né séð árum saman annað en eymd og volæði auð-
valdskreppunnar — mynduð þið hafa einurð og þor til að
gerast sjálfkjörnir yfirdómarar? A. H.
Jóhannes úr Kötlum: Samt mun eg vaka.
Bókaútgáfan Heimskringla. Rvík. 1935.
Jóhannes úr Kötlum gaf út fyrstu kvæði sín árið 1926.
Ekki var sérlega hátt risið á þeirri bók. Höfundinn skorti
þroska, sjónhringur hans náði ekki mikið út fyrir heima-
hagana, og kvæðin voru yfirleitt heldur þunn í roðinu. Það
voru mestmegnis náttúrustemningar, sveitarómantík og
föndur með dýra og ódýra hætti. Að vísu duldist engum
hagmælska hans og hrifnæm, ljóðræn kend, en samt mátti
alt eins vel búast við því, að þetta væri einn þeirra örgeðja
unglinga, sem yrkja á meðan blóðið er heitast og síðan ekki
söguna meir, eins og hinu, að hér riði úr hlaði skáld, sem
ætti sér framtið. Svo líða þrjú ár. Þá kemur ný bók (1929),
og nú hefir höf. vaxið ásmegin. Hagmælska hans og brag-
leikni hafa stórum aukist, svo nú yrkir hann verulega faíleg
og listræn kvæði. Sjónhringur hans hefir einnig víkkað.
Hann lætur sér ekki lengur nægja að syngja um ástir og
bióm og bjartar nætur, þótt hann hins vegar engan veginn
forsmái slik efni og geri þeim prýðileg skil. Það örlar þegar