Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 199
IÐUNN
Bækur.
193
á því, er koma skal — stefnuhvörfum þeim í lífsskoðun og
ljóðlist, er verða seinna svo áberandi. Það liggur eitthvað
nýtt í loftinu. Aðallega kemur þetta fram í hinu íagra og
innilega kvæði: „Ef segði eg þér alt“. Skáldinu hefir opn-
ast ný útsýn, sem hann að vísu er ekki farinn að átta sig á
til fulls, en hefir þó ýtt kröftulega við honum. í gegn um
hin rómantísku draumský hefir hann snöggvast eygt veru-
leikann í allri nekt hans. Upp úr því fer hann að hugsa og
tekur að brjóta hlutina til mergjar.
Enn líða þrjú ár, og heimskreppan er í algleymingi. Þá
kemur þriðja ljóðabókin frá Jóhannesi úr Kötlum. „Eg læt
sem eg sofi“ nefnir hann hana. En höf. lætur alls ekki sem
hann sofi. Hann er glaðvakandi og ryðst um fast. Hafi ein-
hver áður verið í vafa um, hvert erindi hann ætti til þjóðar-
innar með ljóðum sínum, þá er sá hinn sami nú hrifinn úr
óvissunni. Frá því síðast hefir höf. drukkið í sig róttækar
skoðanir, og nú eru það þjóðfélagsmáliri, sem taka hug hans
allan og setja svip á bókina. Það eru prósaisk örlög prósa-
iskra manna, sem nú verða honum að yrkisefni (Karl faðir
minn, Sonur götunnar, Jón Sigurðsson). Og hann brýnir
raust sína og yrkir allsnarpar ádeilur. Eiginlega er það nýr
maður, sem kemur hér fram á sjónarsviðið. Hin ljóðræna
mýkt hans og viðkvæmni frá fyrri bókunum hefir hins veg-
ar goldið nokkurt afhroð. Hann skeytir nú minna um fág-
un formsins. Áhugamálin, köllunin, virðast vera honum
meira virði en ljóðrænt og fagurt form. Eða kannske væri
réttara að skýra þetta á þann veg, að hinar nýju skoðanir
hafi ekki enn náð að samþýðast hans upprunalega ljóðræna
eðli. Þroski hugsunarinnar og alvaran í viðhorfinu til lífs-
ins og mannfélagsmálanna hefir því að eigi litlu leyti feng-
ist á kostnað hinnar fáguðu listar.
Og nú er fjórða bókin komin — tvímælalaust sú bezta
Þeirra allra. Andi skáldsins er vökulli og veðurnæmari en
nokkru sinni fyr. Aldrei hefir liann rýnt skarpar í rök mann-
lífsins og orsakir þess margháttuðu og alvarlegu meina. Um
slik efni yrkir hann mörg sinna mestu kvæða: Vér öreigar,
Heilagt stríð, Frelsi, Mene Tekel?, Glókollur. Aldrei hefir
hann kveðið bitrari ádeilur:y Brúna höndin, Félagi Dimi-
troff, Villidýr. Og hina ljóðrænu mýkt og fágun er hann að
Iðunn XIX 13