Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 200
194
Bækur.
IÐUNN
heimta aftur. A6 því leyti er um augljósa framför að ræða
frá síðustu bók. Hann hefir aldrei ort fegurri ljóðræn lcvæði
en sumt í þessari: Á þeirri stund, Útlendingur o. fl. En í
þessum kvæðum ymur jafnan undiralda hins nýja og alvöru-
þrungna viðhorfs og ljær þeim aukið seiðmagn^
Jóhannes úr Kötlum hefir valið — og gengið út í „hið
heilaga stríð“. Hann hefir vaxið á því andlega, en jafn-
framt lokað fyrir sér leiðunum til borgaralegrar viðurkenn-
ingar og frama, að minsta kosti í bili. Það mun hann ekki
harma svo mjög, en annars veit eg ekki, hversu hann kann
hlutskifti bardagamannsins. í brjósti hvers fullþroska manns
býr treginn yfir því, sem einu sinni var og aldrei verður
aftur heimt. Þessa trega finst mér kenna á stöku stað:
Og enn væri stautminst í sveitinni að sofa
og láta sig dreyma um guðsbarnagleði
og sauðkindafegurð . . .
En sá, sem hefir skorað á hólm blekkinguna og valið stríð-
ið, getur ekki hlaupist undan merkjum og horfið aftur heim
í ,,sveitasæluna“ — inn í veröld hinna rómantísku draum-
sjóna. Ef hann reyndi það, myndi hann aldrei bíða þess
bætur.
Jóhannes úr Kötlum er ljóðskáld fyrst og fremst. Þó hef-
ir hann skrifað eina skáldsögu allstóra: „Og björgin klofn-
uðu“. Það er að ýmsu eftirtektarverð bók. Þar er stefnt að
ákveðnu marki, sem höf. nær þó ekki fyllilega. Og það er á
henni nokkur viðvaningsbragur, sem ekki er ótítt um frum-
smíðar. Viðtökurnar voru líka misjafnar og ekki alt af mak-
legar eða drengilegar. En eg vil vona, að það verði ekki
hans síðasta tilraun í beirri grein. Ef við minnumst þess,
hvernig hann hefir færst í aukana sem ljóðskáld með hverri
nýrri bók, virðist mér síður en svo örvænt um, að hann gæti
orðið fullkomlega hlutgengur einnig á sviði róman-listar-
innar.
Um Jóhannes úr Kötlum gildir yfirleitt hin gamla setning:
góður maður og batnandi. Hann er gott skáld og vaxandi.
Á. H.