Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 201
IÐUNN
Bœkur.
195
Jón Magnússon: F 1 ú S i r. Kvæði. Rvík, 1935.
Félagsprentsmiðjan.
Bók Jóns Magnússonar fellur að efni 'til í þrjá ’bálka. í
fyrsta bálkinum yrkir hann um það, sem hann hatar. í öðr-
um bálkinum um það, sem kallar á meðaumkun hans og
samúð. í þriðja bálkinum um það, sem hann dáir og tignar.
Eg veit ekki, hvort það stafar af því, að Jón Magnússon
er í raun og veru alt of mikið góðmenni til að yrkja hat-
ramar ádeilur og rista „napurt níð“ þeim fyrirbærum í
samtíðinni, sem eru honum ekki að skapi •— en hitt er víst,
að mér finst honum sízt takast upp, þegar hann yrkir um
það, sem hann hatar. Fyrsti hluti bókar hans er langur
kvæðaflokkur, er hann nefnir Vígvelli. Nafnið segir til, um
hvað þessi Ijóðabálkur fjallar. Það er hernaðaræðið, vígbún-
aðurinn og stórgróðamenskan, sem elst í þessum skugga-
hverfum menningarinnar. Efnið er svo tímabært, sem verða
má. En Jóni Magnússyni lætur ekki að kveða um það. Ekki
svo að skilja, að þessi kvæðabálkur sé tiltakanlega illa ortur
með tilliti til ríms eða máls. Þar er margt vel sagt, og „Her-
gagnasafnið“ t. d. verður að telja allsterkt kvæði. En ádeil-
an missir marks að verulegu leyti. Höf. er illa við þá, sem
æsa til styrjalda, og hann hefir megna andstygð á þeim, „er
vopnaauðnum velta“, sem honum er í sjálfu sér ekki láandi.
Hann velur mönnum þessum heiftþrungin orð, kallar þá
„merði“, ,,morðingja“ og „varga, sem lifa á mannablóði“.
En það hjálpar ekki neitt, hversu innilega sammála eg er
skáldinu um það, að þessir menn gætu tekið sér eitthvað
þarfara fyrir hendur. Ádeilan virðist mér vindhögg eigi að
síður. Það er gersamlega þýðingarlaust að vera að úthúða
þessum vesalings mönnum. Það er uppeldið og skipulagið,
sem gerir þá að „vörgum“. Sjálfir eru þeir menn, rétt eins
°g gerist og gengur, rétt eins og eg og þú. Vopnasmiðjur
sínar eða vopnafirmu hafa þeir sennilegast tekið að erfð.
Þeir eru aldir upp á þessum fyrirtækjum og með því augna-
niiði, að þcir taki við ])eim og haldi þeim áfram. Þetta er
þeirra atvinna og lifibrauð, og vitanlega hafa beir hug á að
tryggja afkomu sína engu síður en við hinir. Þeir kunna að
vera fyrirmyndar heimilisfeður og hjálpfúsir meðborgarar
— kannske lesa þeir fögur ljóð í tómstundum sínum. Og þótt
13*