Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 202
196
Bækur.
IÐUNN
þeir tækju það í sig einn góðan veðurdag að vilja heldur
rækta kartöflur eða selja húsgögn, þá stæðu hundruð reiðu-
búnir að taka við vopnafirmunum í þeirra stað. — Það er
í einu orði sagt vita gagnslaust að deila á menn, þegar hluti
sem þessa ber á góma. Vígbúnaður og vopnasala verður ekki
stöðvað með kristilegum áminningum né frómum bollalegg-
ingum um frið og bræðralag, en hvors tveggja þessa gætir
fullmikið í kvæðaflokki J. M. Það verður ekki heldur stöðv-
að með því að ausa sér út yfir vopnasmiði og hergagnasala
— ekki einu sinni með því að taka þá og hengja í hæsta
gálga. Til þess að stöðva múgmorðin og morðviðbúnaðinn
verður að girða fyrir það, að menn geti gert sér slíkt að at-
vinnu og gróðalind. En til þess þarf gagngerða breytingu á
uppeldi og skipulagi. Það þarf að taka frá einstaklingunum
möguleikana til arðs og ótakmarkaðs gróða á kostnað til-
veruréttar og lifshamingju annara. Vígbúnaðar-auðvaldið
er angi einn af því allsherjar-auðvaldi, sem enn í dag spenn-
ir helgreipum um þessa jörð og hótar mannkyninu tortím-
ingu. Af kvæðaflokki J. M. verður ekki séð, að hann geri
sér þetta ljóst enn sem komið er. En eg hefi svo góða trú á
heillyndi hans og drengskap, að eg er viss um, að hann hik-
ar ekki við að bera sannleikanum vitni, þegar hann hefir
áttað sig á þessum hlutum. Og þá gerir hann eflaust veru-
lega bragarbót.
Er þá komið að miðbálkinum í bókinni, þar sem mest ber
á hluttekningu höfundar og samúð. Einstæðingar og oln-
bogabörn tilverunnar eiga sér vísan talsmann fcar, sem Jón
Magnússon er, og ber það fagurt vitni um mannkosti hans
og hjartalag. Lengsta kvæðið i þessum bálki heitir „Vala“
og rifjar upp raunalegan æfiferil gamallar og fátækrar
þvottakonu, er seinast verður undir bíl með fötuna sína og
kústinn. Að öðru leyti er það kvæði hvergi nærri af því
bezta, sem höf. hefir gert. Svipuð að efni eru þarna mörg
önnur kvæði: Gömlu hjónin í kotinu, Þorkell í Hraundal,
Hart er hrafnabrjóstið (sérkennilegt kvæði og gott, líklega
það bezta í bókinni), Heimþrá, Litla kvæðið um gymbil.
Þarna eru ýms kvæði góð, og líklega hefir ljóðlind J. M.
aldrei streymt tærari og hreinni en í sumum þeirra.
Þá er þriðji bálkurinn: Úr æfisögu Björns sýslumanns,