Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 204
198
Bækur.
IÐUNN
staka óheppni fær drengurinn á sig þjófsorð og er af þeim
sökum, alsaklaus, rifinn frá foreldrunum og sendur í eins
konar útlegð, á sveitarheimili, til forbetrunar. Eftir nokkurn
tíma kemst hann þó aftur heim, en er litinn hornauga af
öllum. Svo fellur faðir hans í ónáð hjá konsúlsfólkinu. Hon-
um verður það á, þegar hann er að flytja skemd matvæli
úr hinu fína húsi til þess að kasta þeim í sjóinn, að hirða
nokkuð af þessum matvælum og draga í sitt eigið bú og jafn-
vel miðla fátækum nágrönnum sinum af þeim. Og nú missir
hann alveg þessar vesölu snapir, sem hafa þó haldið í honum
lífinu. Bókin endar á því, að fjölskyldan tekur sig upp frá
Reykjavík, og er ferðinni heitið upp í einhvern afdal fyrir
vestan, sennilega til þess að reisa þar bú. Hvernig þetta
fólk, sem hefir ekki neitt til neins, ætlar að fara að því, fá-
um við enga vitneskju um. En á undan brottförinni gera
þeir feðgar sér ferð í konsúlshúsið til að kveðja og segja
því fína fólki meiningu sína. Faðirinn heldur bar dálitinn
ræðustúf og segist lengi hafa verið skip, sem hafi viljugt
látið að stjórn, en nú sé kviknað í sér; nú sé hann brennandi
skip og logarnir muni lýsa frá sér, þangað til hann sökkvi
í sæinn — „en kannske það bjargi einhverjum, sem siglir i
náttmyrkrinu". Og nú skilst manni, að heiti sögunnar á að
skiljast táknrænum skilningi.
Það eru þessar tvennar andstæður, sem höf. vill sýna:
annars vegar basl fátæklinganna með öllum þess ósigrum og
auðmýkingum, hins vegar óhófslíf og sérgæzka yfirstéttar-
innar. Og sérstök rækt er lögð við að sýna, hver áhrif þess-
ar aðstæður hafa á tilfinningalíf og skapgerð barnsins —
hvernig þær ala hjá því beizkju og kergju. Þetta tekst höf.
líka bezt, en þó hvergi nærri nógu vel til þess að það verði
verulega minnisstætt lesandanum. Bókin minnir óþægilega
mikið á reyfara að því leyti, að höf. málar bara hvítt og
svart. Það er góðra gjalda vert, að hann grípur á þeim
vandamálum, sem öðrum fremur eru brennandi í samtíðinni.
Það er líka gott og blessað, að hann gerist eindreginn tals-
maður þeirra, sem harðast verða úti í lifsbaráttunni. En þá
verður höf. að halda þannig á spilunum, að hann geti sann-
fært einhvern, sem ekki er sannfærður áður, um ranglætið
í samskiftum mannanna. Hann verður að fá lesandann til að