Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 205
IÐUNN
Bækur.
199
trúa sér — annars vinnur hann niálefni sínu frekar skaða
en gagn. Og einmitt þarna fatast höf. allverulega. Við trú-
um honum ekki, okkur finst hann áberandi vilhallur í garð
annars partsins og ranglátur í garð hins, þótt við annars
c?zt vildum gerast verjendur hans. Við trúum því ekki um
lögregluþjóninn, sem finnur fjögurra ára barn niðri í íjöru,
að hann sé svo mikill fauti og ómenni, að hann slái barnið
til blóðs — þótt aldrei nema það sé óþægt — um leið og
hann skilar því heim til föðurhúsanna. Við trúum því held-
ur ekki, að drengsnáði, sem í óvitaskap hefir álpast inn 5
stássstofu í ókunnugu húsi og er þar að handleika kristals-
vasa, þegar komið er að honum, sé umsvifalaust þjófkendur
og fyrir þessa einu yfirsjón rifinn frá foreldrunum og send-
ur upp í sveit til þess að taka þar út eins konar refsingu.
Og við neitum að trúa á konsúlinn og hyski hans og alt
þeirra athæfi, eins og höf. sýnir okkur bað. Það eru ekki
lifandi persónur, heldur skrípamyndir. Ekki einu sinni vel
gerðar skrípamyndir. Bókin er, því miður, ekki vel gerð.
Inn í hana miðja er t. d. skotið heillangri sögu, sem ekki
verður séð, að komi bókinni eiginlega lifandi vitund við •—
um mann, sem kemur til prestsins og vill fá hann til að skíra
framhjátökubarn sitt nafninu Jesús til þess að sjá því borg-
ið í lífinu. Að öðru leyti kemur hvorki maður þessi né prest-
urinn við söguna. Sennilega ætlast höf. til, að í betta sé
lagður einhver táknrænn skilningur. En eg fæ ekki séð, að
þetta innskot eigi nokkurt erindi í bókina, eins og frá bví
er gengið. Aftur á móti hefði mátt gera úr því sjálfstæða
smásögu.
Mér finst Gunnar M. Magnúss hafa kastað höndunum til
þessarar bókar. Frásagnarmátinn allur ber vitni um óvand-
virkni og flaustur, og stíllinn er mjög svo ólistrænn. Ef von
cr á framhaldi — og alt bendir til, að svo sé — þá væri ósk-
andi, að hann vandaði sig betur með það. Því Gunnar hefir,
þrátt fyrir þessa misheppnuðu bók, áreiðanlega eitthvað að
segja samtíð sinni, er henni má að gagni koma. Á. H.
Halldór Stefánsson: D a u S i n n á þ r i íi j u
h æ ð. Bókaútgáfan Heimskringla. Rvík, 1935.
Árið 1930 gaf Halldór Stefánsson út fyrstu bók sína,