Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 207
IÐUNN
Bækui-.
201
skáldsögu Sigurd Hoel: En dag i oktober (sem reyndar er
fyrirferðarmikil bók), þar sem gefin er svipuð þverskurðar-
mynd af leiguhjalli einum í Oslo eins og Halldór gefur af
húsinu við Laugaveginn. En að öðru leyti er saga Halldórs
og efnismeðferð hans öll fullkomlega sjálfstæð og næsta
ólík hins norska skálds. Og það er óhætt að segja, að aldrei
hefir á íslenzka tungu píslarvætti hins úrræðalausa atvinnu-
leysingja verið mótað í jafn-skarpa og átakanlega mynd eins
og Halldór gerir í þessari sögu.
Eiginlega er bara eitt um þessar sögur að segja: Þær eru
hver annari betri. Hver gleymir gömlu konunni í floskáp-
unni í sögunni Hégómi? Eða flækingskettinum í hinni beizku
jólasögu, Sporin í mjöllinni? Eða sögunum frá Berlín, en þær
eru tvær í bókinni. Yfir þeim er að öðru leyti nokkuð fram-
andi blær — andrúmsloft stórborgarinnar leiltur um vit les-
andans, svo íslenzkum sveitamönnum kann að þykja nóg
um. Halldór hefir lifað sig mjög inn i staðhætti borgarinn-
ar, og engin af seinni sögum hans gerist í sveit. Yfirleitt
mun íslenzkum lesendum finnast eitthvað fjarrænt yfir þess-
um höfundi og ólíkt því, sem þeir hafa átt að venjast. Því
eiga sumir örðugt með að viðurkenna hann sem íslenzkan
rithöfund og segja, að sögur hans komi þeim fyrir sjónir
eins og þær væru skrifaðar fyíir útlendinga eða þýddar úr
erlendum málum. Sennilega er Halldór þaullesinn í heims-
bókmentunum og semur sig að háttum heimsborgara i sagna-
gerð sinni. Kunnátta hans og leikni er mikil, vandvirknin og
sjálfs-gagnrýnin á háu stigi. Hann lætur ekki móðan mása
eða alt fjúka, sem í hugann kemur, heldur vegur hann
hvert orð og setningu og fellir á sinn rétta stað. Fyrir því
er bygging sagna hans fastari, samþjappaðri og markvísari
en tíðkast hefir um íslenzka sagnasmiði.
Myndir þær, sem Halldór Stefánsson bregður upp af
mannlegu lífi, eru cngar glansmyndir. Sögur hans eru fjarri
því að vera ,,fallegar“ eða ,,fara vel“, eins og alþýðan orð-
ar það. Sumir finna honum það til foráttu, að hann sé kald-
rænn hrotti og tilfinningalaus, að hann hafi enga samúð
með persónum þeim, er hann lýsir. „Mikið bölvað illfygli er
hann, þessi Halldór“, sagði einn kunningi minn við mig eft-
ir að hafa lesið eina af sögum hans. Satt er það, að Halldór