Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 208
202
Bækur.
IÐUNN
segir frá af fullu hispursleysi — við getum gjarna sagt
miskunnarleysi. Það kennir aldrei klökkva í rödd hans,
hversu átakanlega hluti sem ber á góma. En við erum því
vanastir, íslendingar, að frá átakanlegum eða hryggilegum
atburðum sé ekki sagt öðru vísi en í hálfgerðum skælutón.
Og það er hinn herfilegasti misskilningur, að Halldór skorti
samúð með persónum sínum. Með hörku sinni og hispurs-
leysi nær hann einmitt miklu dýpri áhrifum á lesandann en
þeir, sem láta viðkvæmnina og volið flæða yfir alla barma.
Hann klökknar aldi’ei, en á bak við orðin og blæbrigði stils-
ins skelfur máttug samúð, sem orkar á huga lesandans tvö-
földum krafti. Nær því hver einasta saga hans sannar þetta
þeim, sem eyru hefir að hlera með og ofurlítinn snefil af
skilningi. Það er fátítt, að manni berist upp í hendurnar
samúðarríkari bók en einmitt þessi.
S'á, er kynnast vill nýgróðrinum í íslenzkum bókmentum,
má ekki ganga fram hjá Halldóri Stefánssyni. Á. H.
Gu'ðm. Daníelsson frá Guttormshaga: B r * 5 ■
urnir í Grashaga. Skáldsaga af Suður-
landi. Útg.: ísafoldarprentsmiðja h.f. Rvík, 1935.
Þetta er sveitasaga frá Suðurlandi og fyrsta saga þessa
höfundar, sem er ungur að aldri, en hefir þó áður sent frá
sér kvæðabók: Eg hcilsa þér (1933). Á þeirri bók var að vísu
nokkur byrjendabragur, fá eða engin kvæðanna heilsteypt
listaverk, en í mörgum þeirra birtust þó glampar, sem sýndu,
að höf. bjó yfir skáldgáfu, er ef til vill mætti vænta einhvers
af, þegar fram liðu stundir. Svipað má að vissu leyti segja
um þessa bók, en þó virðist mér auðsærra handbragð skálds-
ins á henni en þeirri fyrri. Yitanlega hefði sagan getað verið
fastari í byggingu og persónurnar skýrari, en höf. segir yfir-
leitt vel frá, og honum hefir að minsta kosti tekist að skrifa
bók, sem engum mun leiðast að lesa. Hann kann sér hóf, hætt-
ir sér ekki út í erfiðari viðfangsefni en hann ræður nokkurn
veginn við, lýsir því lífi og því fólki, sem hann þekkir. Og um
fram alt tekst honum að gæða frásögn sína lífi. Bókin virðist
skrifuð svo að segja í einu andartaki og þeirri fagnaðarvímu,
er sumir nefna innblóstur — höfundurinn er sjálfur með af
lífi og sál, frásagnargleðin geislar út frá hverri blaðsíðu. Alt