Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 209
IÐUNN
Bækur.
203
spáir þetta góðu og gefur fyrirheit um framtíðina. — í stíl
er höf. bersýnilega undir allsterkum áhrifum frá H. K. Lax-
ness — hver af hinum yngstu skáldum okkar er ekki það? —
en mér finst mörgum fara það ver en Guðmundi Daníelssyni.
Við söguna er þann veg skilið, að búast má við framhaldi.
Mun það vera gleðiefni flestum lesendum bókarinnar og þeir
bíða framhaldsins með forvitni og eftirvæntingu. Þessi bók
gefur hreint ekki svo lítið, en hún lofar þó meiru. Á. H.
Sig. B. Gröndal: Opnir gluggar. PélagS-
prentsmiðjan. Rvík, 1935.
Sig. B. Gröndal gaf út smásagnasafn árið 1932 undir nafn-
inu Bárujám. Þær sögur voru yfirleitt viðvaningslega skrif-
aðar og fæstar þeirra mikils virði frá listrænu sjónarmiði. Þó
sýndu þær, að höf. hefir allglögt auga fyrir harmleikjum
hversdagslífsins og ríka samúð með örlögum þeirra, sem lít-
ið ber á í lífinu og sjaldan fara neinar sögur af. Þessara
siðast töldu kosta gætir engu siður í þessu nýja safni, og á
öðrum sviðum leynir það sér ekki, að hann hefir vaxið. Hann
hefir söguefnin betur á valdi sínu en áður, og allur frásagn-
arhátturinn er öruggari og markvísari, þótt enn geti slegið út
í fyrir honum við og við, samræður vilji stundum ekki verða
sem eðlilegastar t. d. Stil hans er ekki hægt að kalla glæsi-
legan, en hann er furðu sjálfstæður og ekki bergmál frá öðr-
um. Þessi höfundur á stil sinn sjálfur. — Sögurnar eru nokk-
uð misjafnar. Misheppnaðar virðast mér sögur eins og Kalda-
kinn og Pólitíslc uppköst. Allgóðar sögur eru / guðs friði og
Falskar ávísanir, jafnvel Hlátur líka, þó stutt sé. Þá er síð-
asta sagan: The nigger smile, eftirtektarverð mynd úr lífinu,
gerð af skilningi og samúð. Manni hlýnar í brjósti við lestur
þessara sagna, og það eru engan veginn slæm meðmæli með
einni bók, að geta sagt það um hana. — Sig. B. Gröndal er
kannske ekki í tölu stóru spámannanna, að minsta kosti ekki
cnn. Þó er hann, í öllu sínu yfirlætisleysi, geðbekkari höfundur
en sumir aðrir, sem meira frægðarorð fer af. Ef ytri ástæður
reisa ekki ókleifa múra ú leið hans, skyldi maður sízt sverja
fyrir, að hann ætti eftir að skrifa bók, er vakið gæti verulega
athygli. Á. H.