Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 211
IÐUNN
Bækur.
205
að mega segja með sanni, að Guðm. Gamalíelsson liafi bætt úr
brýnni þörf með þessari útgáfu sinni.
Bækurnar eru þrjár, eins og að ofan getur: Sögur og kvæði,
Hafblik og Hrannir. Sögur og kvæði komu út í fyrsta skifti
íyrir aldamót (1897) og hafa verið ófáanleg um tugi ára.
Þessi nýja útgáfa er talsvert frábrugðin þeirri fyrri. Kvæðin
munu vera öll þau sömu og óbreytt, en tveim sögunum í hinni
fyrri útgáfu hefir verið sleppt. í stað þeirra er tekið upp í
bókina úrval frásagna og þátta, er skáldið hefir birt í blöðum
fyr og síðar. Eins og kunnugt mun flestum, hefir Einar Bene-
diktsson fengist ekki svo lítið við blaðamensku, einkum á fyrri
árum, var meðal annars ritstjóri og útgefandi að blaðinu
,,Dagskrá“ á árunum 1896—97, og upp úr því blaði er meiri
hluti ritsmíða þeirra, er nú hafa fengið rúm í bókinni, teknar.
Ýmsir þessara þátta eru bráðsnjallir, magnaðir orðkyngi hins
mikla kraftaskálds, og allir eru þeir éftirtektarverðir og gefa
merkilega innsýn í hugmyndaheim skáldsins og skoðanir á
ýmsum hlutum. Þeir auka þannig nokkrum dráttum og skýra
þá mynd af skáldinu, er maður hefir fengið við lestur kvæða
þess. Verður varla annað sagt en að skifti þessi séu góð, því
þótt einhver kunni að sakna þeirra sagna, er hafa verið feld-
ar burt, þá hefir hinu bezta verið haldið, eins og Valshrciðrinu,
sem mun vera bezt þeirra sagna, er Einar Benediktsson hefir
skrifað.
Um Hafblik er það að segja, að þar mun ekki hafa verið
felt annað burt frá fyrri útgáfu en kafli úr þýðingu skáldsins
á Pétri Gaut Ibsens. Þetta má telja skaðlaust, þar sem hér var
aoeins um brot að ræða, en Pétur Gautur hins vegar fáanleg-
ur í bókaverzlunum við skaplegu verði. — Þriðja bókin, Hrann-
ir, mun vera í engu breytt frá fyrri útgáfu. — Tvær síðustu
bækur skáldsins: Vogar og Iivammar, eru enn til í fyrstu út-
gáfum hjá bóksölum, og er því nú tækifæri fyrir þá, sem vilja
cignast verk Einars Benediktssonar í heild, að ná í bækurn-
ar allar.
Ilér verður ekki lagt út í að gagnrýna skáldskap Einars
Benediktssonar. Þess væri vissulega engin vanþörf að talca til
rækilegrar meðferðar þenna mesta ljóðjöfur okkar, skipa hon-
um á sinn stað í hinni sögulegu þróun íslenzkrar þjóðar og
rekja spor hans til áhrifa í samtíðinni. Því um þenna Nestor