Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 212
206
Bækur.
IÐUNN
íslenzkra skálda hefir verið alt of hljótt fram að joessu. Ef
til vill auðnast Iðunni seinna meir — ef henni skyldi verða
unt langra lífdaga —■ að leggja þar eitthvað til mála. I þetta
sinn vildi eg að eins vekja athygli á þessari nýju útgáfu og
tjá útgefanda beztu þakkir fyrir hana. Á. H.
Gunnar Gunnarsson: Sagaöen. Martins For-
lag. Köbenhavn, 1935.
Gunnar Gunnarsson hefir í bili lagt skáldsagnagerðina á
hilluna til þess að fá tíma til að skrifa þessa almennu lýsingu
á ættjörð sinni og sögu hennar. Hann hefir að vísu alla sína
rithöfundaræfi verið að lýsa Islandi og íslenzku þjóðinni, sögu
hennar og háttum, draumum hennar og vonum, og hann hefir
víst síður en svo í hyggju að láta af því starfi. En skáldsögu-
formið eitt virðist ekki hafa nægt honum. I því formi hefir
hann ekki þózt geta frætt umheiminn um Island og sögu þess
með eins hlutlægum hætti og brotalausum og hann óskaði, og
því hefir hann fundið hjá sér köllun til að skrifa þetta al-
menna og sögulega yfirlit. Það virðist og hafa tekist að ósk-
um. Fyrst segir hann nokkuð frá jarðmyndun Islands og nátt-
úru, svo frá fundi þess og fyrstu bygð, landnáminu, stofn-
un Alþingis og stjórnarfari í hinu forna lýðveldi. Síðan er
kafli, sem nefnist Saga og kirkja, þar sem sýnt er, hvernig
kirkjan mótaði þjóðlífið fram eftir öldum. Þá annar kafli, ali-
langur, undir fyrirsögninni: Fimrn myrkar aldir, þar sem
höf. rekur í stórum dráttum hrakfalla- og hörmungasögu
þjóðarinnar á tímabilinu 1300—1800 og dregur ekkert undan.
Mun mörgum útlendingi finnast það æði svört saga, merkileg
að vísu og taugaæsandi að lesa, en líklega finst honum það
næsta furðulegt, að land, þar sem náttúruöflin fara öðrum
eins hamförum og sagan auk þess hefir búið svo stjúpmóður-
Iega að um aldir, skuli geta verið byggilegt mönnum þann dag
í dag. Eg verð að játa það, að þessi kafli setti að mér hroll,
svo ömurlegur er hann og svo lifandi myndirnar, sem höf.
bregður upp af þessum hörmungatímum. — Þá er kafli: /s-
land aftur ríki, sem segir frá endurreisninni á 19. öld, og /s-
land í dag, þegar tekið er fyrir alvöru að nema landið af
nýju. Þetta nýja landnám stendur nú sem hæst, að því er höf.
telur, og þess verður án efa nokkuð langt að bíða, að landið