Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 213
IÐUNN
Bækur.
207
okkar verði fullnumið. Eða eins og hann kemst að orði á öðr-
um stað: Við erum enn í miðjum brimgarðinum og fjarri því
að vera komnir í trygga höfn.
Bókin er mjög læsileg eins og vænta mátti af slíkum höf-
undi. Fyrir hugarsjónum lesandans rís sögueyjan úr sæ, með
eldfjöllum sínum, jöklum og öðrum feiknstöfum náttúrunnar,
harðleg á svip og geigvæn, en um leið tignarleg og fögur.
Myndin er skýr í bezta lagi. Og þá er hið sögulega yfirlit
ckki síður glögt og greinagott. Mikill fjöldi mynda prýðir bók-
ina og eykur mjög á gildi hennar fyrir erlenda lesendur.
Gunnar Gunnarsson er góður íslendingur, sem ekkert tæki-
færi lætur ónotað til að kynna land sitt og bjóð umheiminum
og vinna heim það gagn, er hann má. Vafalaust hefir hann
með verkum sínum borið nafn Islands víðar um heiminn en
nokkur annar núlifandi maður íslenzkur. Nú hefir hann á
prjónunum risaverk, þar sem hann í langri röð skáldsagna
hygst að stikla á tindunum í sögu Islands frá elztu tíð og
fram til okkar daga. Þenna mikla flokk skáldsagna hefir hann
hugsað sér í ekki færri en tólf bindum, og eru fjögur þeirra
þegar komin út. Iðunn mun, áður en langt um liður, skýra
nánar frá þessu milda verki, sem Gunnar Gunnarsson hefir
nú í smíðum og enginn, sem einhverjar spurnir hefir af dugn-
aði hans og eljusemi, mun efast um, að honum takist með
heiðri og sóma að Ijúka við. A. H.
Rau ðskinna, III. (Sögur og sagnir). Safn-
að hefir Jón Thorarensen. ísafoldarprentsmiðja
h.f. Rvík, 1935.
Meðal margs annars er í þessu hefti Rauðskinnu ein saga,
sem er næsta eftirtektarverð og varpar óþæg-ilega skörpu
kastljósi á einn þátt —- ekki ómerkan — í okkar marg-lof-
sungnu og skrum-auglýstu sveitamenningu. Gömul kona og
farlama er á vist með mektarbónda einum, sem einnig er
hreppstjóri í sinni sveit. Ekki er annars getið, en að alt hafi
gengið vandræðalaust, þangað til að því dregur, að garnla
konan vinni sér sveit í hreppnum. Þá fer heldur en ekki að
koma hreyfing á bónda. Nú á hann ekki annað áhugamál
stærra en að koma kerlingu yfir um fjörðinn, en har á hún
fæðingarhrepp. Og svo hefst reipdrátturinn milli hinna ái'-