Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 214
'208
Bækur.
IÐUNN
vöku og dyggu yfirvalda. Hreppstjórinn í fæðingarhreppi
kerlingar, hinum megin fjarðarins, vill alls ekki við henni
taka, sjáif vill hún heldur hvergi fara, og ekkert gengur né
rekur. Líður nú óðum að þeim degi, að kerling verði sveitlæg
og algerlega innlyksa í dvalarhreppnum. En þá tekur hús-
bóndi hennar, sá mektarmaður, loks af skarið, skipar kerl-
ingu harðri hendi að taka samnn pjönkur sínar í snatri og
flytur hana, sárnauðuga og grátandi, til skips. Húskarla sína
setur hann undir árar, og nú er kerlingu umsvifalaust skutl-
að yfir fjörðinn, hún sett á land í fjörunni fyrir neðan bæ
hins hreppstjórans og fataböglinum hent á eftir henni. Sjálf-
ur er húsbóndi hennar ekki að ómaka sig í land til þess að
hoilsa upp á kollega sinn og koma kerlingu undir þak. Hún
á að bjarga sér sjálf, skila lcveðju til embættisbróðurins og
cegja, að hún sé honum send til umsjár og þóknanlegrar
varðveizlu.
Að þessu afreki unnu lætur kempan ýta frá landi og held-
ur heimleiðis. En hin mórauða samvizka fylgir honum —
sem engan þarf að undra — og er komin jafn-snemma yfir
fjörðinn aftur — í líki kerlingar, drukknaðrar og sjórek-
innar. Og upp úr þessu kemst á kreik allmagnaður draugur,
sem fylgir bónda og niðjum hans i mai’ga liðu.
Samkvæmt þjóðtrúnni hefir í þessu landi alt verið krökt
af draugum og forynjum og er það kannske enn í dag. Og
vitanlega hefir þessi ófögnuður verið því magnaðri sem þjóð-
in hefir verið sokkin í dýpri niðurlægingu, efnalega og and-
lega. Eg minnist ekki margra þjóðsagna, er gefið hafa jafn-
ckýra bendingu og þessi um það, hver sálfræðileg rök hníga
að þessari ömurlegu framleiðslu. Mundi ekki mega rekja
flestar forynjusagnir og ásókna til eins og sama uppruna —
til óværðar kámugrar samvizku og sektarmeðvitundar um
ómannúðlega framkomu gagnvart smælingjum þessa heims?
Ef til vill værf þarna ekki ómerkilegt verkefni fyrir þjóðtrú-
arfræðinga og sálkönnuði, ef við eigum þá nokkra.
Rúmið leyfir ekki að drepa á fleiri sagnir í þessu hefti
Rauðskinnu. Þess skal að eins getið, að þar eru saman komn-
■ar um 50 sögur og sagnir, flestar eða allar vel sagðar, og
heftið hið læsilegasta. Á. H.