Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 8
2 Tímarit lögfrœöinga bræðra sinna, á ekki að þurfa að sætta sig við það, að hon- um verði eignuð hlutdeild í niðurstöðu, sem hann telur alveg ranga. Það má og sýnast sem ágreiningur dómend- anna örfi aðra lögfræðinga og jafnvel aðra skynsama menn til athugunar á réttarreglum og túlkun þeirra. Það má meðal annars verða til þess, að óheppilegum eða óljósum lagaákvæðum verði breytt til betra horfs. Hins vegar má sumum þykja sem birting ágreiningsatkvæða kunni að veikja traust og áhrifavald dómstólsins, með því að al- menningur sjái þá, að ekki hafi allir dómendur verið á sama máli, og því sé ekki allskostar treystandi, að meiri hlutinn hafi haft á réttu máli að standa. Megi eins vel vera, að sá dómari eða þeir dómarar, sem í minnihluta urðu, hafi rétt fyrir sér, en meiri hlutinn rangt. Endir skal vera allrar þrætu. Mennirnir eru allir ófull- komnir, og niðurstaða, sem allir eru eða verða sammála um, er stundum með öllu ófáanleg og einatt mjög torgæt. Þetta verða menn að hafa i huga, þegar dómar eru gagnrýndir. Dómstóli er venjulega skylt að leysa úr ágreiningi, sem til dóms hans er lagður, og er því ekki annað fangaráð en það, að niðurstaða meiri hlutans verði bindandi úrlausn málsins. Langoftast verða þó hæstaréttardómarar vorir sammála um niðurstöðu og rök til hennar. Þeir standa allir á sama eða líku stigi um lagaþekkingu og lögfræðilega þjálfun. Þeir eru runnir upp úr sömu menningu og hafa nokkurn veginn sömu eða svipaða lífsreynslu. Og enginn efast um vilja hvers þeirra til þcss að gera hvað eina sem sannast er og réttast. En allt þetta girðir vitanlega ekki fyrir það, að þeim sýnist ekki öllum allt af ið sama. En jafnvel þótt fimm dómendur hæstaréttar, allir úr flokki fremstu lögfræðinga iandsins og annars þeim kost- um búnir, sem áður getur, séu að öllu sammála um úrlausn tiltekins máls og forsendur þeirrar úrlausnar, þá má svo vera, að okkur hinum, sem á lægra þrepi valds og virðingar og annarra kosta stöndum og auk þess höfum ekki annað cn atvikalýsingu, birt rök dómenda og dómsniðurstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.