Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 57

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 57
Frá hæstarétti jcinúar—olctóber 1952 51 verið hefði, ef skólanámið hefði svo staðið sem ráð var fyrir gert, taldi P sér aukakaup. Fyrir báðum dómum var krafa P tekin til greina. Virðist ljóst, að niðurstaða þessi sé rétt, því að G fékk með þessum hætti vinnu P 150 stundir, sem hann gat alls ekki gert ráð fyrir, er samningurinn var gerður. Ómerlcing. Sbr. frávísun (Hrd. XXIII. 45). Inn reglulegi héraðsdómari hafði nefnt meðdómendur í vettvangsmáli og spurt vitni. Síðan vék dómarinn úr dóm- arasæti vegna frændsemi í annan lið hliðarlínu við konu annars málsaðiljans. Þá tók setudómari við formennsku vettvangsdómsins og hélt málinu fram að öllu á þeim grundvelli, er inn reglulegi dómsformaður hafði lagt. Með því að síðarnefndi dómsformaðurinn hefði átt lögum sam- kvæmt að víkja úr dómarasæti þegar er málið var þingfest og meðferð hans á því þar eftir var ólögleg og mátti því ekki verða grundvöllur málsmeðferðarinnar síðar, var hér- aðsdómur og málsmeðferð frá þingfestingu ómerkt í hæsta- rétti og máli vísað heim í hérað til löglegrar dómsmeðferð- ar og dómsálagningar af nýju. (Hrd. XXIII. 122). I máli til fjárgreiðslu voru gerðar í héraði kröfurnar a, b og c. Með úrskurði 23. febr. 1952 var kröfunni a vísað frá dómi. Sóknaraðili kærði þenna úrskurð til hæstaréttar. 1 dómi hæstaréttar segir, að sóknaraðili hafi alls ekki innt af hendi fullnægjandi greinargerð samkvæmt 105. gr. laga nr. 85/1936 og breytt kröfum sínum ýmist til lækkunar eða hækkunar og brotið þannig í bág við 88. gr. sömu laga. Enda þótt einungis úrskurður um kröfuna a væri kærður til hæstaréttar, ómerkti hæstiréttur, vegna þessara megin- galla, málsmeðferð í héraði í heild og vísaði máli frá hér- aðsdómi. tírskurðurinn um frávísun kröfunnar a var að vísu ein- ungis borinn undir hæstarétt í kærumálinu, og mætti því sýnast svo, að dómurinn hefði aðeins átt að dæma um rétt-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.