Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 21
Stjórnarslcráin orj HrafnkötlumáliS 15 „Aðrar tálmanir“ taka að sjálfsögðu ekki til alls þess, sem kann að torvelda eða jafnvel girða fyrir útgáfu til- tekins rits, enda þótt það hafi ekkert ólöglegt eða ósið- legt að geyma. Þó að takmarka þurfi t. d. innflutning papp- írs vegna gjaldeyrisskorts, þá má það verða til þess, að út- gáfa tiltekins rits frestist eða verði jafnvel alveg ófram- kvæmlega. Ekki hefur það þótt brjóta bág við ákvæði sjórnarskrárinnar, þótt sett væri í lög, að leyfi stjórnar- valds þyrfti til starfrækslu prentsmiðju. Prentsmiðjurekst- ur lýtur tollalögum og skatta og yfirleitt reglum um svo- nefnd „takmörk eignarréttarins", t. d. um hollustuhætti, reglum um tillit til nágranna. Almenni löggjafinn setur og reglur um vernd höfundarréttar, sbr. lög nr. 13/1905 og lög nr. 49/1943 o. s. frv. 3. Eins og sagt var, má stöðva útgáfu rits með fógeta- banni. Og því fremur má stöðva sölu rits með þeim hætti. Auðsætt er, að láta má þann mann, sem ábyrgð ber á efni rits, sæta refsingu, skaðabótum og ómerkingu ummæla, ef því er að skipta, enda tryggir eitt áicvæði 72. gr. stjórnar- skrárinnar þetta sérstnklega. Með „tálmunum" mun í 72. gr. stjskr. 1944 vera átt við þær hindranir, sem ætlað er, líkt og ritskoðun, að koma í veg fyrir neyzlu þess réttar, sem mönnum er veittur í grendinni. Algert bann við birtingu rita tiltekinnar teg- undar eða tiltekins tímabils mundi því ekki fá staðizt. Sama væri um undanþægt bann, því að stjórnvald gæti þá neit- að um allar undanþágur eða mismunað mönnum takmarka- laust. Með þeim hætti gætu stjórnvöld sett slagbrand fyrir allt svonefnt prentfrelsi í landinu. Dæmi má taka. Evan- gelisk-lútersk kirkja er hér þjóðkirkja. Til verndar henni ákveður almenni löggjafinn, að enginn megi gefa út sálma eða kvæði eða húslestrarbók, nema kirkjustjórnin, hvort sem í hlut eiga ný rit eða gömul. Hallgrímssálma, Vída- Hnspostillu, Helgapostillu, sálma eftir Valdemar Briem eða Matthías Jochumsson mætti þá kirkjustjórnin ein gefa út. Almenn lög væru sett um það, að ríkið eitt mætti gefa út öll rit, skráð fyrir 1900, eða öll rit, miðuð við annað tiltekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.