Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Síða 35
Frá hæstarétti janúar—október 1952 29 T síðan á veðskuldabréfið loforð um að greiða fjárhæð þá, sem það hljóðaði um, og gerðist einnig ábekingur á víxlin- um, enda hafði A hvort tveggja þá í höndum. Svo sam- þykkti A, að T ræki veitingasöluna á veitingaleyfi A. Þegar það kom í Ijós, að húsnæðið hafði ekki verið löggilt til veit- inga og var talið óhæft þar til, eins og það var þá, stóðu þeir A og T í samningum um endurbætur á húsnæðinu, og varð sú niðurstaða, að annar skyldi leggja til efni til end- urbóta á því, en hinn kosta vinnuna. Eigi varð endurbótum þó lokið vegna ósamkomuiags A og T, svo að T riftaði samningnum og krafðist endurgreiðslu þess, sem hann hafði greitt A og afhendingar veðskuldabréfsins. A hafði þá vörn uppi, að málinu ætti ekki að beina gegn sér, því að hann hefði enga skuldbindingu tekizt á hendur gagnvart T, og krafðist sýknu af þeim rökum. Þessi sýknuástæða var ekki tekin til greina, með því að A var talinn hafa með at- höfnum sínum, sem lýst var, hafa viðurkennt T samnings- aðilja í þessufn lögskiptum í staðinn fyrir B. Nothæfi hús- næðisins til veitingasölu var talin veruleg forsenda fyrir samningnum, og með því að sú forsenda brást, var T talið rétt að rifta honum og endurgreiða skyldi það, sem A hafði fengið greitt, að frádreginni leigu eftir húsnæðið þann tíma, sem T hafði notað það, og skila skyldi A veðskulda- bréfi því, sem hann hafði tekið við. Álcæra (Hrd. XXIII. 344. Sjá og Hrd. XXIII. 171). 1 héraði var A dæmdur samkvæmt 200. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 í 6 mánaða fangelsi. Dómi þessum var áfrýjað einungis af ákæruvaldinu, ákærða til sviptingar réttindum samkvæmt 3. málsgr. 68. gr. sömu laga, en í héraði hafði hvorki verið gerð krafa um réttindasviptingu né hún verið dæmd honum á hendur. Hafði málið verið til lykta leitt í héraði, áður en lög nr. 27/1951 komu til framkvæmdar. Enda þótt engin krafa hefði komið fram um sviptingu rétt- inda í héraði, taldi hæstiréttur heimilt að svipta ákærða kosningarrétti og kjörgengi samkvæmt 3. málsgr. 68. gr. hegnl. Einnig taldi meiri hluti (4 dómendur) hæstaréttar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.