Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 55
Frá hœstarétti janúar—október 1952 49 dómai’i hratt þeirri lu-öfu og hæstiréttur staðfesti þá niður- stöðu, en sektaði jafnfi'amt, með skírskotun til 3. tölul. 1. málsgr. 188. gr. laga nr. 85/1936, um kr. 500,00 fyrir ó- þarfa kæru, sem gei’ð væri í því skyni að tefja málið. Lögtalc (Hrd. XXIII. 508). Lögtak var gert á heimili A til tryggingar útsvari í fast- eign hans. Kona requsiti var við gerðina stödd og andmælti útsvai’sskyldu manns síns samkvæmt því, sem í Ijós var leitt fyrir hæstarétti, en ekki var þess getið í fógetabók. Einnig gaf fógeti þá yfirlýsingu, sem fi’am var lögð í hæsta- rétti, að fógeti hafi skýrt fyrir konunni réttaráhrif lög- taks, og að heimilt væri að bera réttmæti útsvarsálagning- arinnar undir úrskurð fógeta. Hafi síðan svo til talazt, að lögtakið skyldi gert, en að requsitus áfrýjaði því síðan til hæstaréttar, ef hann vildi. Hæstiréttur taldi fógeta hafa, að undangenginni leiðbeiningu, átt að leita skýrra svara hjá konunni um það, hvort hún hefði uppi andmæli og eftir atvikum veita henni fiæst til að tjá sig þar um. Ef and- mæli hefðu komið fram, þá hefði átt að hafa málflutning um þau og leggja svo úrskurð á málið, sbr. 8. gr. laga nr. 29/1885. Fógeti var því ekki talinn hafa gætt réttra reglna um fx-amkvæmd lögtaksins, og var það því ómerkt og máli vísað heim til löglegrar meðferðar. Lögræöi (Hrd. XXIII. 64). Ái'ið 1947 hafði sýslumaðurinn í S-sýslu skipað A fjái'- haldsmann B. Hinn 17. júlí 1948 höfðaði A mál f. h. B gegn C fyrir dómi í sömu sýslu, enda stóðu bæði A og C í þeirri trú, að B skorti andlega hæfileika, almenna greind og gæti ekki unnið þau störf, sem útsýni þarf til og kunnáttu, enda þótti mega sjá af öðrum gögnum málsins, að C væri and- lega áfátt. Eins og á stóð, segir í dómi hæstaréttar, að dóm- ari hefði átt, þegar er stefna kom fram, að taka til athug- unar, hvort B mundi vei-a hæfur til að ráðstafa sakarefn- inu, og hlutast til um það, að hann yrði sviptur lögræði, 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.