Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Síða 46
40 Tímarit lögjræ&inga náms í þarfir kaupstaðarins. Þ, sem að vísu hafði skriflega leyft vatnstökuna, sem hvorki svipti hann vatni til heimilis né búþarfa, en ekki hafði fengið forráðamenn kaupstaðar- ins til samningsgerðar um vatnstökuna né bætur fyrir hana, höfðaði mál til heimtu skaðabóta fyrir vatnstöku og landspell. Varnaraðili krafðist frávísunar málsins, með því að bætur skyldi samkvæmt vatnalögunum ákveða með mats- gerð, og bæri málið því ekki undir dómstóla. Enda þótt lög- námsbeiðni hefði ekki fram komið né leyfi ráðherra fengið, taldi héraðsdómari málið ekki réttilega borið undir dóm- stóla, heldur skyldi ákveða bætur með matsgerð samkvæmt vatnalögum. Var málinu því vísað frá dómi. Þessi niður- staða héraðsdómara var staðfest í hæstarétti, með þeirri athugasemd, að höfðun málsins og kæra til hæstaréttar vegna frávísunardómsins hefðu verið „ófyrirsynju“, enda var Þ dæmt að greiða kr. 300,00 í kærumálskostnað. FundiÖ fé (Hrd. XXIII. 348). Við húsleit hjá G, sem einnig var sakaður um þjófnað og rán, fannst felga af bifreið, sem hann kvaðst tekið hafa ófrjálsri hendi í tilteknum bæjarhluta, en kvaðst ekki geta nánar lýst því, hvar felgan hafi verið né hver hafi átt hana. Brot þetta var í héraðsdómi talið varða við 246. gr. hegnl., og hafði hæstiréttur ekkert að athuga við það. Ekki verður þó annað séð, en að felgan hljóti að hafa verið í vörzlum einhvers, er ákærði tók hana, og að taka hennar hafi því verið hreinn þjófnaður. Einhver möguleiki virðist þó, að áliti dómaranna, hafa verið til þess, að felgan hafi verið komin úr vörzlu, er ákærði tók hana, og er ákærði þá látinn njóta góðs af reglunni: in dubio pro reo. Gáleysi (Hrd. XXIII. 279). A, sem ók bifreið inn í sund milli tveggja íbúðarhúsa, ók á barn, sem þar var, og hlaut barnið bana af árekstrinum. Var A talinn hafa sýnt af sér gáleysi, er hann fullvissaði sig ekki nægilega um það, að börn væru þar ekki á ferli, enda hefði hann mátt búast við því, þar sem íbúðarhús voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.