Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 47
Frá hæstarétti janúar—-október 1952 41 beggja megin sundsins. Refsing var ákveðin 1500 ki'. sekt. 1 héraði var A ekki talinn sekur um gáleysi, og var hann því sýknaður þar. (Hrd. XXIII. 306). A hafði lofað B að standa á palli vörubifreiðar sinnar. Blindhríð var og mikill snjór á götum, þar sem ekið var. Þegar ekið hafði verið spottakorn, þá breytti A stefnu og ók bifreiðinni aftur á bak og að því loknu áfram. Þá sakn- aði hann B af bifreiðinni og bjóst við, að hann hefði farið niður af henni, meðan ekið var aftur á bak. Rétt á eftir fannst B á götunni með lífsmarki, en lézt þegar á eftir, enda sýndi krufning, að hann hefði meiðzt alvarlega inn- vortis, svo að sýnt þótti, að bifreiðinni hefði verið ekið yfir hann. Bifreiðarstjóri er ekki talinn hafa gerzt sekur um gáleysi, eins og á stóð. (Hrd. XXIII. 361). A ók bifreið sinni á götu í V-kaupstað. Er hann var kom- inn móts við búð eina, þar sem dyr voru opnar, sá hann telpu koma út, en hægði þó ekki ferðina, með því að hann hugði telpuna mundu sleppa fyrir framan bifreiðina. En telpan varð fyrir bifreiðinni, hlaut stónneiðsl og beið skömmu síðar bana af þeim. Hæstiréttur taldi A hafa gerzt sekan við bifreiða- og umferðalög, með því að hann beitti Gkki liemlum bifreiðarinnar þegar er hann sá telpuna, en sýknaði hann af ákæru um manndráp af gáleysi, með því að varhugavert þótti að fuliyrða, að honum hefði tekizt með þeim hætti að afstýi-a slysi, þegar litið var til þess, hversu skyndilega telpan hljóp úr búðinni og að bílnum. Gæzlavarðhald (Hrd. XXIII. 103). Haustið 1948 hurfu brytanum á e/s H peningar á ferð skipsins kringum landið. Að klefa brytans gengu fleiri lykl- ai' en einn, svo að ekki varð sannreynt, hver að stuldinum var valdur. Grunur féll á J um töku peninganna eða hlut- deild þar í. Var hann settur í gæzluvarðhald, enda voru

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.