Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 28
22 Tímarit lögfrœöinga Dómur sakadómara er birtur í XIV. bindi hæstaréttar- dóma bls. 242—244. Dómi sakadómara var skotið til hæstaréttar eftir kröfu inna dæmdu. Þar var kveðinn upp dómur í málinu 9. júní 1943. Urðu dómendur hæstaréttar ósammála um niður- stöðu að nokkru leyti. Meiri hlutann skipuðu þeir hrd. dr. Þórður Eyjólfsson og prófessor Isleifur Árnason, en í minnihluta var hrd. Gizur Bergsteinsson. Varðandi ákæru um brot 1. gr. laga nr. 127/1941 voru hvorirtveggja sammála um það, að enginn þeirra dóm- felldu liefðu gerzt sekir við ákvæði hennar. Meiri hlutinn sýknaði þá R og S um þetta atriði þegar af þeirri ástæðu, að L einn ætti að svara til sakar, ef um sök væri að tefla, því að hann einn bæri höfundarábyrgð að því leyti. En minnihlutinn gerði ekki þenna greinarmun, heldur sýknar alla ina dómfelldu, að því er virðist, af sömu rökum, þeim, að útgáfa bókarinnar sé ekki svo vaxin, að við 1. gr. laga 1941 varði. Allir eru dómendur sammála um það, að ákvæði 1, gr. laga 1941 brjóti ekki bág við ákvæði stjórnarskrár- innar um prentfrelsi. Meiri hlutinn rekur það efni að vísu ekki sérstaklega, en ekki virðist vafi á því, að hann hafi haft þessa skoðun. Minnihlutinn talar ekki heldur sérstak- lega um 1. gr. að þessu leyti, en telur hana samþýðanlega áicvæðum stjórnarskrárinnar með sama hætti sem ákvæði 2. gr. En um 2. gr. fer livor liluti dómenda sína leið. Meiri hlu't- inn skírskotar til þess álits kunnáttumanna, að Hrafn- kelssaga sé skráð fyrir 1400, og að inir ákærðu hafi því orðið að gera ráð fyrir því, að 2. gr. laga 1941 tæki til útgáfu hennar. En svo ræðir meiri hlutinn það, hvort ákvæði 2. gr. laga 1941 megi samþýða 68. (nú 72.) gr. stjórnarskrárinnar. Bann þessarar greinar stjórnarskrárinnar um ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi girðir ekki fyrir það, að höfundum og staðgöngumönnum þeirra sé áskilinn til- tekinn tíma réttur til ákvörðunar um útgáfu þeirra. Eru

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.