Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 66
60 Tímarit lögfrœöinga Vitni (Hrd. XXIII. 510). A, sem var fyrirsvarsmaður torfunnar 0, átti landadeilu- mál við B, eiganda jarðarinnar Y. Tveir af landsetum A báru vitni í máli þessu. Var ekki talið fært að láta þá stað- festa framburð sinn, með því að þeir væru það við málið riðnir, enda hvikulir í framburði sínum, sbr. 1. tölul. 2. málsgr. 127. gr. laga nr. 85/1936. Víxilmál (Hrd. XXIII. 158). Hinn 2. sept. 1950 gaf A út víxil til handa bankaútibúi X með gjalddaga 1. marz 1951, að fjárhæð kr. 35000,00, og var framlengingarvíxill af upphaflegum kr. 50000,00 víxli, samkvæmt ummælum í héraðsdómi. Stafaði víxillinn af skiptum A við h/f I. B, sem var framkvæmdarstjóri h/f I, höfðaði í sínu nafni mál á hendur A, sem krafðist sýknu, með því að B væri ekki eigandi víxilsins, sem ekki bar það á sér, að hann hefði verið framseldur B. Héraðsdómari tók þessa málsástæðu ekki til greina, en taldi handhöfn víxils- ins sýna nægilega heimild til fjárheimtunnar. Hæstiréttur lét í fyrsta lagi svo um mælt, að vörnum um aðild verði komið að í víxilmáli, sbr. 208. gr. laga nr. 85/1936, og í öðru lagi, að B hefði ekki sannað rétt sinn til víxilsins, þar sem ekkert framsal var á honum, en þar sem víxillinn var gefinn út til handa X, þá hefði X þurft að framselja hann til B. Með því að slíkt framsal vantaði og B hafði ekki á annan hátt sannað heimild sína, var A sýkn dæmdur.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.