Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 60
54 Tímarit lögfrœSinga um stund haft stavfsemi þessa með höndum, kom það í ljós, að viðkomandi stjórnvald hafði ekki veitt samþykki til þess, að reka mætti veitingastarfsemi í húsnæðinu, enda var það ekki talið fullnægja ákvæðum heilbrigðissamþykktar þar um. Var A því talið heimilt að rifta samningi sínum við B vegna forsendubrests. 1 máli varðandi þetta atriði gerði A kröfu til skaðabóta á hendur B fyrir atvinnuleysi vegna þess, að liann hafi ekki mátt hafa veitingar í húsnæðinu, cins og til hafi staðið. Þessari kröfu var hrundið, með því að A hafði ekki veitingaleyfi og hafði því ekki rétt til þess að reka vetingastarísemi. Slcattar og gjöld (Hrd. XXIII. 391). Hlutafélag með 500000,00 kr. lilutafé átti 184000,00 kr. eftir af hlutafénu, þegar skuldir þess voru frádregnar. Á þessa eign og veltu félagsins — rekstrartekjur voru engar — lagði niðurjöfnunarnefnd útsvar samkvæmt lögum nr. 66/1945 og reglum þeim, sem nefndin hafði ákveðið að fara eftir. Með tilvísun til 3. tölul. 4. gr. laganna taldi hæsti- réttur útsvarsálagninguna ekki reista á röngum sjónar- miðum, enda þyki uppliæð útsvarsins, eftir því sem fram sé komið um hag félagsins, ekki sh'k, að fjarstæða geti tal- izt. Með því að útsvarið sé ákveðið innan réttra valdmarka, þá sé það ekki á færi dómsins að hrinda álagningunni né lækka upphæð útsvarsins. Með dómi þessum er staðfest sú regla niðurjöfnunar- nefndar að telja í útsvarsálagningu hlutafé eign félagsins og að leggja útsvar á veltu atvinnurekanda. (Ilrd. XXIII. 416). Ilinn 9 .apríl 1941 seldu forráðamenn síldarbræðslu- stöðvarinnar hlutafélagsins A hlutafélaginu D og sex nafn- greindum mönnum öll hlutabréf h/f A, en kaupendur fengu þó aðeins eina eign h/f A, síldarbræðsluverksmiðjuna. Aðr- ar eignir og útistandandi skuldir h/f A skyldu vera kaup- cndum óviðkomandi, enda framkvæmdu forráðamenn h/f A skuldaskil þess fyrirtækis, og lauk þeim á árinu 1943.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.