Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 59
Frá hœstarétti janúar—október 1952 53 álnarkefla og minni viða („morviðar" svonefnds) fyrir björgun og hirðingu rekans. Jarðeigandi hélt því þó fram, að hann hefði hirt og ætti rétt á að hirða sér einum til handa allan við, sem mannaverk sæjust á, („mannvirkja- við“ svonefndan), enda hefði sú venja (,,hefð“) verið lengi haldin. Ekki var talið, að ítakshafi hafi með aðgerðaleysi sínu nm nokkurt skeið firrt sig rétti til viðar þessa. Ætti hann því endurgjald fyrir „mannvirkjavið“ eins og annan rekavið af rekanum. Krafa um endurgjald fyrir við hirtan fyrir 1936 var talin fyrnd, en fyrir annan við var endur- gjald áætlað í dómi með hliðsjón af matsgerð tveggja dóm- kvaddra manna og skýrslu jarðeiganda . Sameign (Hrd. XXIII. 162). Sjá Tímarit lögfræðinga 1952, bls. 178—183. Sjóveö (Hrd. XXIII. 16). Með dómi hæstaréttar 30. des. 1950 var G dæmdur sjó- veðréttur í skipinu H til tryggingar tiltekinni peninga- icröfu og málskostnaði fyrir báðum dómum. Eftir að krafa stofnaðist höfðu ýmsir munir (ketill, ljósavél, dýptarmælir, þilfarsvinda, akkeri og keðjubútur) verið teknir úr skip- inu og fengnir þriðja manni til eignar. Sagt var í dómi hæstaréttar, að munir þessir, sem í skipinu voru, þegar krafan varð til, hafi verið fólgnir í sjóveðinu, og að ekki skipti máli, þótt þeir væru síðar fengnir grandlausum þriðja manni til eignar. Var um þessa niðurstöðu varðandi ketilinn skírskotað til 239. gr. siglingalaga nr. 56/1914 og um hina munina til meginreglu 243. gr. sömu laga. Krafa um það, að sjóveðréttur tæki einnig til annarra ósundur- hðaðra muna, er í skipinu hafi verið, varð þar á móti ekki tekin til greina. Skaðabætur (Hrd. XXIII. 328). A hafði keypt af B rétt til þess að reka veitingastarfsemi í húsnæði, sem B hafði umráð yfir, og var tilskilið, að A mætti reka starfsemi þessa á veitingaleyfi B. Þegar A hafði

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.