Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 56
50 Tímarit lögfrœöinga ef hann reyndist óhæfur, og skipa honum fjárhaldsmann. Sakir þessarar vanrækslu héraðsdómara var málsmeðferð og dómur ómerkt og máli vísað frá héraðsdómi. Mat og slcoðun (Hrd. XXIII. 503). Deilt var um galla á vöru, sem send var héðan til firma í Danmörku. Matsgerð og skoðunar, sem þar fór fram, var ekki talin veita fullnægjandi sönnun um galla vörunnar, með því að sendanda hennar og seljanda var ekki veittur kostur á því að gæta réttar síns við gerðina sjálfa, enda þótt umboðsmaður hans væri viðstaddur staðfestingu henn- ar fyrir dómi og hreyfði þá engum andmælum gegn henni. Hins vegar var ekki fundið að því í hæstarétti, þótt matið hefði framkvæmt einungis einn matsmaður, með því að það er rétt samkvæmt dönskum lögum. Milliríkjadómslcöp („international procesréttur") (Hrd. XXIII. 503). Einungis einn maður framkvæmdi skoðun og matsgerð, sem fram fór í Danmörku samkvæmt dómskvaðningu þar. Með því að þetta er rétt samlcvæmt dönskum lögum, taldi héraðsdómari það ekki veikja sönnunargildi matsgerðar. Hæstiréttur taldi sönnunargildi hennar veikjast fyrir það, að gagnaðilja matsbeitanda var ekki veittur kostur á því að vera við gerðina sjálfa, en nefnir hitt atriðið eigi, og verður að skilja það svo, að hæstiréttur fallist á skoðun hér- aðsdómara um það, enda er hún í samræmi við það, sem almennt er talið um það efni („locus regit actum“). Námssamningar (Hrd. XXIII. 368). P gerðist prentnemi hjá G samkvæmt iðnaðarnámssamn- ingi. Skyldi P vinna 48 stundir á viku fyrir tilskilið kaup, en 42 stundir þann tíma, sem hann sótti iðnskóla, og þó fá sama kaup. Skólanámi iauk P vetri fyrr en áætlað var, og vann svo 48 stundir á viku eftir það, þann tíma, sem áætl- aður hafði verið til skólanámsins. Fyrir þá tíma, samtals 150, sem hann hefði þannig unnið G fram yfir það, sem

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.