Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 29
Stjórnarskráin og HrafnkötlumáliO 23 þar með viðurkenndir nánir persónulegir hagsmunir þess- ara aðilja. En þetta sjónarmið liggur ekki til grundvallar ákvæðum 2. gr. laga nr. 127/1941. Þau eru sett til þess að girða fyrir það, að rit þau, sem greinin tekur til, verði birt breytt að efni eða orðfæri, eftir því sem nánar segir í lög- unum. Þessar eru að efni til athugasemdir meiri hlutans í forsendum dómsins. En svo segir: „Með því að áskilja rík- inu einkarétt til birtingar rita þessara og banna á þann hátt birtingu þeirra, nema að fengnu leyfi stjórnvalda, hefur verið lögð fyrirfarandi tálmun á útgáfu ritanna, sem óheimil verður að teljast samkvæmt 68. gr. stjórnarskrár- innar.“ Ákvæði 2. gr. um bannið við útgáfu ritanna verður samkvæmt þessu að engu hafandi, og það getur því ekki verið refsiheimild. Þess vegna verður að sýkna ákærðu af broti á þessu banni. Þessi niðurstaða er alveg í samræmi við þann skilning, sem haldið var hér fram á margnefndri grein stjórnar- skrárinnar. Hún nefnir „ritskoðurí' (censura) sérstaklega svo sem óleyfilega athöfn stjórnvalda. Og svo nefnir hún „aðrar tálmanir". Ef bann við útgáfu rita allra frá tilteknu tímabili er ekki „tálmun" slík sem 68. (nú 72.) gr. stjórn- arskrárinnar á við, þá mun torfundið verða, hverjar slíkar tálmanir yfirleitt eru bannaðar í þessari grein stjórnar- skrárinnar. Takmarkið með banni við ritskoðun og öðrum tálmunum fyrir prentfrelsi er vafalaust að girða fyrir að- gerðir, stundum handahófskenndar, almenna löggjafans og stjórnvalda til þess að varna útkomu rita, sem ekki hefur verið hindrað með dómsúrskurði. Ef bannið í 2. gr. laga nr. 127/1941 væri löglegt þrátt fyrir ákvæði 72. gr. stjórnar- skrárinnar, þá mætti almenni löggjafinn t. d. einoka út- g'áfu dagblaða, nema undanþága stjórnarvalds væri fengin. Og almenni löggjafinn gæti þannig haldið áfram, unz öll útgáfa bóka og rita í landinu yrði einokuð til handa ríkis- valdinu. Og þótt bannið væri skilorðsbundið þannig, að leyfi stjórnvalds þyrfti til útgáfu rits, þá mætti binda leyfi skilyrðum, meðal annars um efni rits, og bannið við rit- skoðun mætti með þeim hætti sniðganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.