Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 26
20 Tlmarit lögfrœöinga Lög nr. 127/1941 varða eftir orðum sínum einungis út- <jáfu rita. Þau mundu því ekki taka til endursagna á efni rits með nútíðarmálfari og stafsetningu á endursögninni, enda væri frá því skýrt, að um endursögn með orðum og málfari endursegjanda væri að tefla. Þetta kann þó að þykja vafasamt. Lögin taka og einungis til útgáfu rita. Stæling á málverki, höggmynd, uppdrætti o. s. fi'v. mundi ekki varða við lög 1941. Lög nr. 127/1940 skyldu þegar koma til framkvæmda, 5. gr. En auk þess eiga þau að noklcru leyti að verka aftur fyrir sig, með því að fyrirmæli þeirra eiga að taka til allra rita, sem út verða gefin eftir gildistöku þeirra. Ákvæði þetta mun hafa stafað af því, að lieyrzt hafði, að gefa ætti út Laxdælu með þeim hætti, að varða myndi, að hyggju allmargra alþingismanna, við ákvæði 1. gr. laganna, og vitanlega leyfisiaust. Ekki þarf að lýsa því, hversu ósann- gjarnt og hart þetta ákvæði hefði getað verkað. Eftir því hefði mátt dæma mann til refsingar og upptöku bókarupp- lags, sem annað var ekki athugavert við en það, að forlagið hefði ekki fengið eða ekki fékkst leyfi til útgáfunnar. III. I-Iinn 1. sept. 1942 kom út ein Islendingasagna, Hrafn- kelssaga Freysgoða, undir nafninu Hrafnkatla. Leyfi hafði ekki verið fengið samkvæmt 2. gr. laga nr. 127/1941 til útgáfunnar. Sagan var með inni löggiltu nútímastafsetn- ingu ,cn annars var f.vlgt eldri útgáfu svo að segja alveg. Tveir mcnn, sem kalia má R og S, kostuðu útgáfuna og sáu um sölu bókarinnar, en þriðji maðurinn, L, bjó bókina undir prentun. Hinn 12. s. m. sendi dómsmálaráðuneytið sakadómara eintak af bókinni með fyrirskipun um rann- sókn og síðan málshöfðun á hendur fyrrgreindum þremur mönnum fyrir bi'ot gcgn lögum nr. 127/1941. Ekki verður séð, að málshöfðun sé auk þess reist á tilskipun 5. maí 1855. Sakadómari leit svo á, að útgáfa sögunnar væri ekki svo vaxin, að varðað gæti við 1. gr. laga 1941. Og getur ekki leikið á tveim tungum, að þetta áiit hans er ahskostar

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.