Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 14
8 Tímurit löyfrœöinga yrði tekinn með beinni fógetagerð (,,innsetningargerð“) úr vörzlu Guðmundar Sigurðssonar og fenginn sér (B. P.), með því að hann væri réttur eigandi feldarins. Hvergi sést í atkvæðum dómenda til úrlausnar þessari kröfu, að vafi hafi risið um það, að kröfu þessa væri rétt að bera undir fógetadóm, og mun ekki verða á móti því haft, enda skildi aðilja ekki á um það, að feldur sá, sem málið varðaði, væri af silfurref þeim, sem úr refagarði Bjarnar Páls- sonar slapp. III. Dómsiirlamiúr. Hvor átti refsfeldinn? Fógeti Húnavatnssýslu kvað fyrst upp úrskurð sinn 7. júní 1946 um kröfu Bjarnar Pálssonar. Niðurstaða fógeta varð sú, að dýrið hafi verið eigandalaust, þegar Guðmundur Sigurðsson skaut það. Og þess vegna synjaði hann auð- vitað um framkvæmd fógetagerðarinnar. Rök fógeta fyrir synjuninni voru þessi: Refnum yrði ekki jafnað til búfjár, sem með marki gengi, safna mætti til rétta og sundur draga hverjum eiganda sitt. Og mun enginn véfengja réttmæti þeirrar niðurstöðu út af fyrir sig. En þær hugleiðingar varða ekki kjarna málsins. Af þessu verður ekki leidd nein örugg ályktun um eignaréttinn að silfurrefnum eftir hvarf hans úr refagarði. Eignarrétturinn kann að hafa haldizt, þó að torveldara sé að koma honum fram, bæði að handsama dýrið og ef til vill að sanna eignarréttinn, en þegar um búfé er að tefla. Þá minnist fógeti á það, að refur, sem sleppur úr haldi, geti á skömmum tíma hlaupið landshorna milli. Og verður þetta ekki heldur véfengt. En spyrja mætti: Ef refurinn Bjarnar Pálssonar hefði t. d. skroppið austur í Múlasýslur og náðst þar lifandi, hefði Björn Pálsson þá ekki getað helgað sér hann samkvæmt sérmerki því, sem ætla má hafa verið á honum, líkt og maður helgar sér markaða óskilakind, sem hittist í öðrum landsfjórðungi? Væntan- lega hefði Björn getað það. Sýnist þessi hugleiðing fóget- ans því eigi heldur skipta hér máli.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.