Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 44
38 Timcirit lögfræðinga Forsendur (Hrd. XXIII. 5). Hinn 26. apríl 1948 samþykkti stjórn sjóðsins F að veita h/f 1 50 þús. kr. lán til íshúsbyggingar. Að fengnu sam- þykki viðkomandi ráðuneytis tilkynnti stjórn F, að lánið fengist. Ilinn 20. sept. 1948 óskaði stjórn h/f í, að F greiddi 25 þús. kr. af láni þessu til h/f S, með því að h/f I hefði fengið loforð h/f S um lán, er þeirri fjárhæð næmi. Með bréfi til h/f S 24. sept. 1948 skuldbatt stjórn F sig til að greiða h/f S téðar 25 þús. kr., þegar lánsupphæðin yrði útborgað. Il/f S veitti svo h/f I 25 þús. kr. lán gegn víxli, sem féll í gjalddaga 24. marz 1949. Ilinn 1. apríl 1949 til- kynnti stjórn F, að lánið gæti fengizt greitt, en vegna gjaldþrota h/f I, sem úrskurðað var 5. maí, varð ekkert af greiðslu lánsins til þess. Með bréfi 1. júní s. á. tilkynnti stjórn F h/f S, sem hafði krafið F um víxilfjárhæðina, að ekkert yrði af greiðslu lánsfjárins vegna gjaldþrota h/f I. Héraðsdómari taldi skyldu F gagnvart h/f S niður fallna vegna gjaldþrotanna, með því að lánið til h/f I kæmi ekki til útborgunar, og sýknaði því F af kröfu h/f S um greiðslu 25 þús. kr. til þess. Hefur héraðsdómari talið það forsendu fyrir greiðsluskyldu F til h/f S, að lánsfjárhæðin kæmi til útborgunar til h/f í. Hæstiréttur líomst hins vegar að gagn- stæðri niðurstöðu. Taldi hann, að stjórn F hefði með yfir- lýsingunni í bréfinu 24. sept. 1948 skuldbundið sig til að greiða h/f S 25 þús. kr. fjárhæðina svo gagngert, að fjár- þröng h/f 1 gæti ekki valdið ógildi þeirrar skuldbindingar. Og var F því dæmdur til greiðslu fjárhæðarinnar. Hæstiréttur virðist hafa litið svo á, að stjórn F hefði átt að slá berum orðum varnagla um það, að greiðsluskylda sín gagnvart h/f S væri því háð, að lánið kæmi til útborg- unar til h/f I, og að h/f S hefði því í fullu trausti til skuld- bindingar stjórnar F veitt h/f I margnefnt 25 þús. kr. víxillán. (Hrd. XXIII. 328). T hafði fengið afnotarétt af húsnæði til veitinga hjá A, sem A hafði umráð yfir. Það kom í ljós, að viðkomandi stjórnvöld höfðu aldrei veitt samþykki sitt til veitinga-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.