Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 23
Stjórnarskráin og HrafnkötlumáliS 17 1. Að birta rit, enda þótt meira en 50 ár séu liðin frá dauða rithöfundar, breytt að efni, meðferð eða málblæ, ef breytingunum er svo liáttað, að menning eða tunga þjóð- arinnar bíði tjón af. Loks er bannað, að „sleyya hafla úr riti, nema þess sé greinilega getið í útgáfunni." 1. gr. Ljóst sýnist, að almenna löggjafanum hafi verið full- heimilt að setja þessi ákvæði. 1 þeim felst engin slík tálmun á prentfrelsi, sem bönnuð sé í 72. gr. stjskr. Og yfirleitt má kalla það sjálfsagt og eðlilegt, að rit manna séu svo gefin út sem frá þeim hefur verið gengið, eftir því sem heim- ildir standa til. Stundum kunna leiðréttingar að vera óhjá- kvæmilegar, t. d. vegna ritvillna, misritana eða bersýnilegs misskilnings afritara, en þá á útgefandi venjulega að geta leiðréttingarinnar. Þess er þó auðvitað ekki þörf hverju sinni, þegar þess er getið í öndverðu, að stafsetning sé færð til ákveðinnar stafsetningar, eins og gert er t. d. í útgáfum Hins íslenzka fornritafélags. Eins er sjálfsagt að geta þess, ef kafla er sleppt úr riti. Rit er vitanlega ekki sama sem „bók“. Hauksbók, Flat- eyjarbók og Möðruvallabók geyma t. d. mörg „rit“. En breyting ,,að efni, málblæ eða meðferð“ er því að eins refsiverð, ef henni er svo háttað, ,,að menning og tunga þjóðarinnar bíði tjón af.“ Ef tilætlunin hefði verið að veita rithöfundum fulla vernd við brenglun á ritum þeirra ,þá hefði þessi takmörkun ekki verið gerð. Það er sem sé auðsætt, að brengla má riti bæði að efni, málblæ og meðferð svo, að menningu og tungu þjóðarinnar stafar engin hætta af því. En brenglunin getur verið rithöfundi til leiðinda og gefið alveg ranga hugmynd um það, sem hann vildi sagt hafa, og ranga hugmynd um stíl hans og kunnáttu. Það er enginn vandi að „plagiera" rithöfund án þess að tungu þjóðarinnar eða menningu stafi nokkur hætta þar af. En svo er allmikið vandhæfi á dómi um það, hvað ieyft sé og hvað bannað sé Má t. d. gera ágrip af Njálssögu handa almenningi með nútíðarstafsetningu? Má gefa passíusálm- aná út þannig, að rímgallar, sem óneitanlega finnast þar, 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.