Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 18
12 Tímarit lögfrœOmga Meirihlutinn, fjórir dómendur hæstaréttar, felldi fó- getaúrskurðinn úr gildi. Þar með varð fógeti skyldur til þess að taka refsfeldinn úr vörzlum Guðmundar Sigurðs- sonar, skyttunnar, ef með þyrfti. Meirihlutinn reisir niður- stöðu sína á því, að refurinn var auðkenndur sérmerki og auðþekkjanlegur frá öðrum refum samskonar. Svo virðist meiri hlutinn telja nokkurs um vert, að eigandinn, Björn Pálsson, tilkynnti hvarf hans og gerði leit að honum. Svo má og vera, með því að þar með var sýnt, að hann hugðist að handsama dýrið sem fyrst aftur, áður en hann hugði, að það kynni að verða skotið. Svo virðist og sem meirihlutinn telji það styðja niðurstöðu sína, að refurinn hafi, að því er virðist, haldið sig við byggð þessa daga, sem hann fór frjáls ferða sinna. Sjálfsagt er ekki átt við það, að ráða megi af þessu nokkuð um animus revertendi hjá dýrinu, heldur hitt raunverulega, að meiri líkur væru til þess, að það fyndist og næðist, dautt eða lifandi, meðan það hélt sig í eða við byggð. Höfuðatriði máls þessa sýnast vera þessi, er meirihluta hæstaréttar hafa auðvitað verið ljós: 1. Dýrið var undirorpið eignarrétti tiltekins manns, þá er það slapp úr refagarði. 2. Dýrið var þeim manni svo merkt, að hann hefði getað helgað sér það, ef á hefði þurft að halda. 3. Eignarrétturinn fellur ekki niður fyrir það eitt, að dýrið sleppur úr gæzlu, jafnvel þó að það sé eða geti verið skaðsamlegt. Þetta atriði veldur því, að heimilt er að leggja það að velli, en ekki endalokum eignarréttarins. 4. Eignarrétturinn helzt, þar til er aðrar staðreyndir koma til, sem samkvæmt réttarreglum valda endalokum hans. 1 refsfeldarmálinu virðast þær staðreyndir ekki hafa gerzt. Með refinn varð ekki farið sem res derelicta, er hann var sloppinn úr gæzlu, enda sýndi eigandinn í verki, að hann hafði fullan hug á að handsama dýrið aftur. Eignarréttur að hlut helzt, þó að hans verði ekki neytt, svo lengi sem tiltekinn aðili getur helgað sér hann, enda hafi ekki aðrir t. d. unnið eignarhefð á honum, eða eignazt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.