Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 42
36 Timarit lögfrceðinga hans um hvert atriði, sem máli skiptir, fyrir honum, svo glöggt sé, að hann hafi ekki sagt eða eftir honum hafi verið skráð annað eða meira en hann hefur viljað segja, og leita skýrslu sökunauts um hvert það atriði, sem óskýrt eða van- skýrt kann að vera, enda komi það ljóst fram í bókum dómara, að hann hafi farið svo að. 2. Að mjög hafi verið áfátt rannsókn á skaðabótakröfum þeim, sem uppi hafi verið hafðar í málinu, og er það atriði talið brjóta bág við ákvæði 145. gr. laga nr. 27/1951. Dæmt var þó um skaðabótakröfurnar í héraði í máli þessu, en ein þeirra var dæmd nokkru hærri í hæstarétti en í héraði. Eigna'ru'pptaha (Hrd. XXIII. 388). J hafði á eignakönnunarframtali sínu 1948 dregið und- an kr. 154000,00, sem hann átti útistandandi hjá 0. Sam- kvæmt 18. gr. laga nr. 67/1947 skyldu eignir, sem dregnar voru undan eignakönnun, verða eign ríkissjóðs. I 6. tölul. 2. gr. laga nr. 27/1951 er svo mælt, að mál til upptöku eigna skuli sæta meðferð opinberra mála, sem ákæruvaldið getur að sjálfsögðu eitt höfðað. Máli, sem f jármálaráðherra höfð- aði á bæjarþingi Reykjavíkur f. h. ríkissjóðs á hendur J, þar sem þess er krafizt, að ríkissjóður yrði dæmdur eig- andi téðrar fjárhæðar, var því vísað frá, með því að á- kvæði 18. gr. laga nr. 67/1947 mæltu eignarupptöku á hendur skattsvikara, og málið ætti því að sæta meðferð opinberra mála. Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu. Encluru'pptaka máls (Hrd. XXIII. 486). E var stefnt með stefnu útg. 17. sept. 1952 og birtri 19. s. m. til bæjarþings 22. s. m. kl. 13,15. Hinn 21. s. m. var ákveðið, að E skyldi fara í göngur fyrir föður sinn morg- uninn 22. s. m. Var ráð gert fyrir því, að féð yrði komið í rétt fyrir hádegi sama dag, og að E hefði því nægan tíma til þingsóknar á tilteknum tíma. Vegna þoku og illviðris varð réttun fjárins ekki lokið fyrr en kl. 12,30. E fór þegar að því loknu heim og var kominn þangað kl. 12,45. Hafði hann svo fataskipti, þvoði sér og rakaði sig í skyndi og

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.