Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 19
Hver átti refsfeldinn f 13 hann samkvæmt reglum um specificatio eða accessio. Víg dýrsins var ekki grundvöllur eignarréttar að verðmæti því, sem í dýrinu dauðu falst. Þessi sjónarmið hafa auðvitað vakað fyrir meirihluta hæstaréttar. Niðurstaða hans hefur vakið nokkra andúð, víst vegna þess að refur er skaðsamlegt dýr sauðfjáreig- endum. En þessi andúð sýnist þó stafa af misskilningi, með því að slíkt dýr er réttdræpt hverjum manni. En því atriði eða bótaskyldu eiganda vegna spjalla af völdum dýrsins má ekki blanda saman við eignarréttaratriðið. Mál þetta og dómsatkvæðin í því eru fræðilega mjög mikils verð. Ágreiningur meðal æðstu dómenda landsins hlýtur alltaf að vekja menn til íhugunar þeirra atriða, sem ágreiningnum valda. Má slík íhugun verða til rökræðna um málið og auka skilning manna á þeim sjónarmiðum, sem til greina koma. E. A.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.