Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 50
44 Tímarit lögfræðinga um þess til greiðslu gjalds, 11,4% af sýningargjaldi, að frá- dregnum skemmtanaskatti og sætagjaldi, og nam stefnu- krafan kr. 125,97. Jafnframt var krafizt refsingar á hend- ur inum nafngreindu forráðamönnum h/f G samkvæmt 19. gr. laga nr. 13/1905. 1 málinu kom það fram, að félagið A hafði ekki með samningi sínum við h/f G veitt inu síðarnefnda félagi flutn- ingsrétt á tónlistinni í kvikmyndinni. R, er höfundur hafði, sem sagt var, framselt flutningsréttinn, var því talinn eiga þenna rétt og eiga því kröfu til áðurnefnds gjalds fyrir hann. Var h/f G því bæði í héraði og hæstarétti dæmd greiðsla þessa gjalds. 1 héraði var refsikrafan einnig tekin til greina og hver inna nafngreindu forráðamanna h/f G dæmdur til greiðslu fésektar í ríkissjóð fyrir brot á höfundarrétti samkvæmt 19. gr. áðurnefndra laga. I hæstarétti voru aðiljar sýkn- aðir af þessari kröfu, með því að vafi gat leikið á um greiðsluskyldu kvikmyndahúsa á gjöldum til höfunda tón- listar í kvikmyndum. Er skírskotað til 20. gr. laga 1905, þar sem grandlausir brjótendur höfundarréttar eru undan refsingu þegnir. Hjúslcapur. — Séreign (Hrd. XXIII. 41). Hjónin G og S gengu að eigast 1935. Með kaupmála var ákveðið, að 10000,00 kr. innstæðu í sparisjóði skyldi vera séreign konunnar (S), svo og arður af þeirri fjárhæð og munir, sem hún kynni að kaupa fyrir peningana. 1940 fékk S afsal fyrir húseigninni F í Reykjavík. Andvirðið var að nokkru greitt með því, að S tók að sér greiðslu á veðskuld, sem hvíldi á eigninni, gaf út veðskuldabréf fyrir nokkru og greiddi Iiitt í peningum. Sannað þótti, að S hefði varið sjóðsinnstæðu sinni til húskaupanna og útvegað fé til greiðslu við kaupin að öðru leyti. Á framtölum G til tekju- og eignarskatts og annars, er svo bar undir, var eign þessi og talin séreign S. Fullsannað þótti því, að húseignin væri séreign S, enda þótt enginn kaupmáli væri gerður því til staðfestingar.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.