Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 27
Stjórnurskráin og Hrafnkötlumáliö 21 í'étt. Ekki virðist stafsetningin á sögunni hafa verið talin varða refsingu, enda skorti skilyrði til refsingar fyrir hana, sbr. það, sem áður var sagt um stafsetningu fornrita í þessu sambandi. Eftir var þá einungis það brot, sem fólst í útgáfunni án leyfis kennslumálaráðherra, brotið á einka- rétti ríkisins samkvæmt 2. gr. laga 1941. Sú vörn kom fram, að ákvæði 2. gr. um einkarétt ríkisins færi í bág við prent- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Væri þetta ákvæði 2. gr. laga 1941 því ógilt og gæti því ekki verið refsiheimild. Sakadómari leit svo á, að almenni löggjafinn hefði ekki með setningu þessa ákvæðis farið inn á ,,það svið, sem á- kvæði stjórnarskrárinnar um prentfrelsi vernda“ né lield- ur fari það í bág við ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd- un atvinnuréttinda eða atvinnufrelsis. Var því hver inna þriggja manna, sem við útgáfuna voru riðnir samkvæmt framansögðu, sektaðir um 1000 kr. og dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar in solidum. í dóminum segir loks, að um upptöku bókarinnar verði ekki dæmt í því máli, með því að málshöfðunin taki ekki til þess atriðis. Engar getur verða leiddar að því, hvernig dæmt hefði verið um upptökuna, ef það atriði hefði undir dóm komið. Það fer eftir því, hvort brot þeirra þrímenn- inganna hefði verið talið „smávægilegt" eða ekki. Svo mikið má þó segja, að upptaka hefði ekki verið nauðsyn- leg til þess að verja tungu eða menningu þjóðarinnar, fyrst inir ákærðu höfðu ekki gerzt sekir við 1. gr. laga 1941. Eins og kunnugt er, bera aðstandendur prentaðs máls ábyrgð á því í tiltekinni röð eftir 3. gr. tilsk. 5. maí 1855. Ef athöfn þrímenninganna hefði varðað við 1. gr. laga nr. 127/1941, þá mætti spyrja, hvort L hefði ekki einn átt að svara fyrir það brot. Hins vegar er öðru máli að gegna um brotið á einkarétti ríkisins eftir 2. gr. laga 1941. Það mundi ekki sæta ábyrgðarreglum 3. gr. tilskipunar- innar, heldur almennum reglum um hlutdeild í brotum. Öllum þremur var því dæmd refsing fyrir brot þeirra samkvæmt 72. gr., svo sem þeir væru jafn sekir aðalmenn í brotinu.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.