Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 21
Stjórnarslcráin orj HrafnkötlumáliS 15 „Aðrar tálmanir“ taka að sjálfsögðu ekki til alls þess, sem kann að torvelda eða jafnvel girða fyrir útgáfu til- tekins rits, enda þótt það hafi ekkert ólöglegt eða ósið- legt að geyma. Þó að takmarka þurfi t. d. innflutning papp- írs vegna gjaldeyrisskorts, þá má það verða til þess, að út- gáfa tiltekins rits frestist eða verði jafnvel alveg ófram- kvæmlega. Ekki hefur það þótt brjóta bág við ákvæði sjórnarskrárinnar, þótt sett væri í lög, að leyfi stjórnar- valds þyrfti til starfrækslu prentsmiðju. Prentsmiðjurekst- ur lýtur tollalögum og skatta og yfirleitt reglum um svo- nefnd „takmörk eignarréttarins", t. d. um hollustuhætti, reglum um tillit til nágranna. Almenni löggjafinn setur og reglur um vernd höfundarréttar, sbr. lög nr. 13/1905 og lög nr. 49/1943 o. s. frv. 3. Eins og sagt var, má stöðva útgáfu rits með fógeta- banni. Og því fremur má stöðva sölu rits með þeim hætti. Auðsætt er, að láta má þann mann, sem ábyrgð ber á efni rits, sæta refsingu, skaðabótum og ómerkingu ummæla, ef því er að skipta, enda tryggir eitt áicvæði 72. gr. stjórnar- skrárinnar þetta sérstnklega. Með „tálmunum" mun í 72. gr. stjskr. 1944 vera átt við þær hindranir, sem ætlað er, líkt og ritskoðun, að koma í veg fyrir neyzlu þess réttar, sem mönnum er veittur í grendinni. Algert bann við birtingu rita tiltekinnar teg- undar eða tiltekins tímabils mundi því ekki fá staðizt. Sama væri um undanþægt bann, því að stjórnvald gæti þá neit- að um allar undanþágur eða mismunað mönnum takmarka- laust. Með þeim hætti gætu stjórnvöld sett slagbrand fyrir allt svonefnt prentfrelsi í landinu. Dæmi má taka. Evan- gelisk-lútersk kirkja er hér þjóðkirkja. Til verndar henni ákveður almenni löggjafinn, að enginn megi gefa út sálma eða kvæði eða húslestrarbók, nema kirkjustjórnin, hvort sem í hlut eiga ný rit eða gömul. Hallgrímssálma, Vída- Hnspostillu, Helgapostillu, sálma eftir Valdemar Briem eða Matthías Jochumsson mætti þá kirkjustjórnin ein gefa út. Almenn lög væru sett um það, að ríkið eitt mætti gefa út öll rit, skráð fyrir 1900, eða öll rit, miðuð við annað tiltekið

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.